Blizzard Entertainment hefur tilkynnt að næsta viðbót fyrir vinsæla tölvuleikinn Diablo IV muni ekki koma út fyrr en árið 2026. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti frá fyrri áætlunum fyrirtækisins um að gefa út árlegar vibætur fyrir leikinn.
Rod Fergusson, framkvæmdastjóri Diablo hjá Blizzard, staðfesti þetta á DICE ráðstefnunni í Las Vegas nú í vikunni. Hann sagði að þrátt fyrir vonbrigði sumra leikmanna væri þessi ákvörðun tekin til að tryggja gæði efnisins.
„Við viljum einbeita okkur að því að skapa einstaka upplifun og höfum lært að stundum er betra að taka meiri tíma í þróunina,“
sagði Fergusson.
Fyrsta viðbótin og langtímamarkmið
Fyrsta viðbótin, Vessel of Hatred, kom út í október 2024 og fékk jákvæðar móttökur frá leikmönnum. Hún bætti við nýju efni, persónum og söguþráð í leikinn. Hins vegar hefur Blizzard ákveðið að hægja á útgáfuferlinu og beita dýpri endurbótum á grunnkerfum Diablo IV áður en næsta viðbót kemur út.
Fergusson bætti við að þetta væri hluti af langtímamarkmiðum fyrirtækisins til að byggja upp sterkan grunn fyrir Diablo IV og útskýrði hann:
„Við viljum tryggja að leikurinn haldi sér ferskur og skemmtilegur í mörg ár,“
Ný efni á meðan leikmenn bíða
Á meðan leikmenn bíða eftir næstu viðbót mun Blizzard halda áfram að gefa út árstíðabundið efni. Núverandi tímabil, Season of Witchcraft, býður upp á nýjar áskoranir, verkefni og einstaka eiginleika sem viðhalda áhuga leikmanna. Samkvæmt Blizzard verður áfram lögð áhersla á reglulegar uppfærslur sem bæta við leikinn.
Viðbrögð úr samfélaginu
Þessi tilkynning hefur vakið blendin viðbrögð meðal leikmanna. Sumir fagna ákvörðun Blizzard um að setja gæði í forgang, en aðrir eru óánægðir með lengri biðtíma. Þrátt fyrir þetta heldur Diablo IV áfram að vera einn vinsælasti leikur Blizzard, og vonir standa til að næsta viðbót muni færa leiknum nýja möguleika og þróun sem réttlæta biðina.
Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig Blizzard mun nýta tímann fram að næstu viðbót og hvort þeir geti uppfyllt væntingar samfélagsins þegar 2026 rennur upp.
Ný uppfærsla
Að lokum þá hefur Blizzard Entertainment gefið út að nýja uppfærslan 2.0 fyrir Diablo IV lendir 18. febrúar n.k., sem inniheldur fjölmargar breytingar og endurbætur til að bæta leikjaupplifunina. Smellið hér til að skoða helstu atriði úr uppfærslunni.
Myndir: blizzard.com