Author: Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Valve hefur kynnt til leiks nýtt öryggiskerfi á Steam sem gerir notendum kleift að afturkalla viðskipti með stafræna hluti – kerfið tekur fyrst gildi í Counter-Strike 2. Í tilkynningu frá Valve hefur fyrirtækið opinberað nýtt kerfi sem kallast Trade Reversal Protection. Það gerir leikmönnum kleift að fá til baka stafræna hluti sem glatast í gegnum svik eða óheimilan aðgang. Þessi breyting hefur þegar verið virk í tengslum við Counter-Strike 2 og mun að líkindum ná til fleiri leikja á Steam með tímanum. Viðbrögð við aukinni svikastarfsemi Á síðustu árum hefur orðið sprenging í viðskiptum með skinn (e. skins) og vopnahluti…

Lesa meira

Bak við sigurgöngu eins frægasta rafíþróttaliðs heims, suðurkóreska liðsins T1, stendur maður sem starfar fjarri sviðsljósinu – en gegnir lykilhlutverki í árangri þess. Það er Alex Kim, yfirkokkur T1, sem ber ábyrgð á næringu og daglegum mat fyrir alla leikmenn félagsins – þar á meðal heimsþekkta leikmenn á borð við Faker, Keria, Zeus, Oner og Gumayusi sem keppa í leiknum League of Legends. Í myndbandi sem vakið hefur verðskuldaða athygli fá áhorfendur innsýn í störf Alex á höfuðstöðvum T1 í Gangnam-hverfinu í Seoul. Þar stjórnar hann eldhúsi sem þjónar ekki aðeins League of Legends-liðsins heldur einnig starfsfólki og öðrum deildum…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Echoes of the End, sem er þróaður af íslenska stúdíóinu Myrkur Games og gefinn út af Deep Silver, mun koma út 12. ágúst 2025 fyrir PC, PlayStation 5 og Xbox Series X|S. Leikurinn hefur vakið mikla athygli fyrir töfrandi heim, kvikmyndalega frásögn og leikvél sem dregur sterkan innblástur frá íslenskri náttúru. Sjá einnig: Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End Í tilefni tilkynningu af útgáfudag leiksins var birt glænýtt 17 mínútna myndband þar sem leikmenn fá innsýn í heiminn Aemá – þar sem saga hetjunnar Ryn, fyrrverandi aðstoðarkonu krúnunnar, er sögð. Myndbandið…

Lesa meira

Það er loksins komið að HRingnum – stærsta LAN-móti landsins! HRingurinn er árleg rafíþróttakeppni á vegum Tvíundar, nemendafélags tölvunarfræðinema við Háskóla Reykjavíkur, og fer að þessu sinni fram dagana 8.–10. ágúst 2025. Keppnin fer fram í eftirfarandi tölvuleikjum: Aðalgreinar (eSports): Counter-Strike 2 League of Legends Valorant Marvel Rivals Fighting-leikir: Super Smash Bros. Melee Super Smash Bros. Ultimate Super Smash Bros. Ultimate Doubles (2v2) Rivals of Aether Rivals of Aether 2 Guilty Gear Strive Tekken 8 Street Fighter 6 Þegar þetta er ritað hafa þrjú lið skráð sig til leiks í Counter-Strike 2, en enn er hægt að skrá lið í…

Lesa meira

Valve, eigandi og rekstraraðili leikjaveitunnar Steam, hefur undanfarið gripið til róttækra breytinga á reglum sínum varðandi birtingu fullorðinsefnis á leikjaveitu þeirra. Í kjölfarið hafa hundruð leikja með kynferðislegu innihaldi annaðhvort verið fjarlægðir af Steam eða orðið fyrir birtingartakmörkunum. Þessar breytingar eru tilkomnar vegna nýrra viðmiðana sem Valve hefur innleitt í samræmi við skilmála greiðslumiðlunarþjónusta á borð við Visa, Mastercard og aðra fjármálastofnana. Samkvæmt uppfærðum leiðbeiningum mega leikir ekki innihalda efni sem brýtur í bága við reglur þessara aðila — sérstaklega ef um er að ræða tiltekna tegund fullorðinsleikja sem talið er að brjóti gegn siðferðisviðmiðum eða þjónustuskilmálum greiðslukerfanna. Óljósar reglur…

Lesa meira

Leikjaframleiðandinn Tinyware Games hefur gefið út nýja stiklu fyrir væntanlegan ævintýraleik sinn, Misc. A Tiny Tale – listrænt útfærðan 3D leik sem snýst um vináttu, sjálfsmynd og gleðina sem felst í því að vera öðruvísi. Stiklan veitir leikmönnum fyrsta ítarlega innsýn inn í heiminn sem bíður þeirra – heim þar sem örsmá vélmenni takast á við stór verkefni í litríku og hugmyndaríku landslagi þar sem mannkynið er horfið, en leifar þess orðnar hluti af sögum og áskorunum. Í forgrunni eru vélmennin Buddy og Bagboy, tveir heillandi og einlægir förunautar sem leggja upp í ferðalag um heim þar sem daglegir hlutir…

Lesa meira

Isar Adessa var aðeins 17 ára þegar hann gaf út sálræna hryllingsleikinn The Complex: Expedition í fullri útgáfu – en hann er þegar orðinn kunnuglegt nafn í heimi sjálfstæðra leikjagerðarmanna. Leikurinn, sem fór í sölu í „early access“ árið 2023, dregur spilara inn í myrkan og óhugnanlegan heim sem minnir á hið netfræga „Backrooms“ hugtak. Þar tekur óvissan yfir, og aðeins þeir sem kunna að hugsa rökrétt – og halda ró sinni – eiga möguleika á að lifa af. Leikurinn er hluti af söguheimi sem Isar hefur verið að þróa frá árinu 2022, þegar hann gaf út fyrsta leikinn sinn…

Lesa meira

John Smedley, fyrrverandi yfirmaður Sony Online Entertainment og einn af áhrifamestu leikjahönnuðum Bandaríkjanna síðustu áratugi, hefur loksins opinberað nýjasta verkefni sitt eftir nokkurra ára þögn. Leikurinn ber heitið Reaper Actual sem sameinar hraða og spennu skotleikja í fyrstu persónu við víðáttumikinn heim fjölspilunarleiks. Verkefnið er þróað af Distinctive Possibilities, nýju leikjaveri sem Smedley stofnaði eftir starfslok hjá Amazon Games árið 2023. Leikheimur í stöðugu ójafnvægi Reaper Actual gerist á ímyndaðri eyju sem nefnist Marora, þar sem stöðug átök geisa milli vopnaðra hópa. Ólíkt hefðbundnum leikjum þróast ástandið í leiknum án þess að leikmenn þurfi endilega að hafa afskipti — átök…

Lesa meira

Eitt stærsta rafíþróttafélag heims, Team Liquid, hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að útgáfa heimildarþáttarins Level Up sem sýnd er í Sádí-Arabíu skuli hafa verið ritskoðuð. Í þáttunum, sem framleiddir eru af Amazon Prime og fjalla um þátttöku helstu rafíþróttaliða í Esports World Cup, var fjarlægður sá hluti sem sneri að reynslu samkynhneigðs forstjóra félagsins, Steve Arhancet. Í óritskoðaðri útgáfu þáttarins greinir Arhancet opinskátt frá lífi sínu sem samkynhneigður maður, uppvexti sínum íhaldssömu samfélagi í Virginíu og hvernig tölvuleikir urðu honum mikilvægt athvarf. Hann segir einnig frá því þegar hann klæddist sérstökum #Pride-búningi á Esports World Cup mótinu árið 2024…

Lesa meira

Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI), í samstarfi við hollensku fjárglæpadeildina FIOD, hefur ráðist í umfangsmikla aðgerð gegn netþjónum sem dreifðu ólöglegum tölvuleikjaafritum fyrir Nintendo Switch. Fjöldi vefsvæða sem höfðu sérhæft sig í dreifingu svonefndra ROM-skráa hefur verið gert upptækur og birtast nú með opinberri tilkynningu um eignaupptöku á vegum bandarískra og hollenskra yfirvalda. Milljónir niðurhala og milljarðatjón fyrir leikjaiðnaðinn Samkvæmt fréttatilkynningu FBI var lögð hald á sjö vefsvæði, þar á meðal nsw2u.com, nswdl.com, game-2u.com og bigngame.com, sem öll buðu notendum upp á að sækja afritaða tölvuleiki án leyfis rétthafa. Á þremur mánuðum voru skráð yfir 3,2 milljónir niðurhala á þessum síðum. Áætlað…

Lesa meira