Heim / Starfsemin
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Starfsemin

Fréttir um Íslenska leikjasamfélagið
eSports.is fjallar fyrst og fremst um Íslenska leikjasamfélagið, hvort sem það eru keppnir af online eða lanmótum, fréttir af misþekktum íslenskum spilurum, glens og grín, þó aðallega grín.

eSports er skammstöfun fyrir Electronic sports, sem sér um að vera með fréttaumfjöllun af hinum ýmsu keppnum og leikjum.  Þeir leikir sem skrifað verður um eru svokallaðir fyrstu persónu skotleikir, herkænsku leikir og/eða hinir venjulegu sport leikir. Í þessum leikjum keppa bæði áhuga-, og atvinnumenn.

Dæmi um þá leiki sem eSports.is skrifar um:

Counter-Strike
Counter-Strike:Source
CS:GO
CoD til 4
Quake 4
Warcraft III
World of Warcraft
ofl. ofl.

Við vonum að þú notandi góði eigir eftir að hafa gaman af og takir þátt skemmtilegu íslensku eSports Samfélagi.

Við viljum koma á framfæri sérstakir þakkir til Emil Valsson fyrir alla þá aðstoð sem hann hefur veitt okkur við uppsetninguna á vefnum.

Nánari upplýsingar:.

Netfang: [email protected].

Njótið vel.

Kær kveðja og með von um góða móttökur
www.esports.is

eSports.is opnaði formlega 1. febrúar 2008