Tölvuleikurinn Palworld hefur náð yfir 32 milljónum spilara á fyrsta ári sínu í forsölu, samkvæmt tilkynningu frá framleiðandanum Pocketpair. Leikurinn kom fyrst út í forsölu í janúar 2024 og hefur síðan verið aðgengilegur á Steam, Xbox og PlayStation.
Palworld er leikur þar sem spilarar fanga og þjálfa verur, svokallaða „Pals“, í opnum heimi sem blandar saman þáttum úr þrauta- og ævintýraleikjum. Leikurinn vakti strax mikla athygli við útgáfu sína og náði 25 milljónum spilara á fyrsta mánuðinum. Hann varð einnig vinsæll á Twitch og TikTok, þar sem hann var meðal mest streymdu leikjanna á fyrsta mánuðinum.
Þrátt fyrir vinsældirnar hefur leikurinn einnig sætt gagnrýni vegna hversu líkur hann er Pokémon seríunni. Í september 2024, stuttu eftir að leikurinn var gefinn út fyrir PlayStation 5, tilkynnti Pocketpair að þeir stæðu frammi fyrir lagalegum ágreiningi við Nintendo og The Pokémon Company í Japan, sem héldu því fram að Palworld væri að brjóta á höfundarrétti þeirra.
Þrátt fyrir þessa áskorun hefur Pocketpair haldið áfram að uppfæra leikinn reglulega. Í nýlegri uppfærslu leiksins var tilkynnt um fyrirhugaðar viðbætur eins og samvinnuspilun milli mismunandi leikjatölva, lokabardaga ofl.
Palworld hefur því náð gríðarlegum árangri á fyrsta ári sínu, með yfir 32 milljónir spilara og stöðugum uppfærslum sem halda spilendum áhugasömum.
Um Pocketpair
Pocketpair er japanskt tölvuleikjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun tölvuleikja. Það var stofnað árið 2015 og hefur vakið mikla athygli fyrir leikinn Palworld.
Fyrirtækið er þekkt fyrir að vera með nýstárlegar hugmyndir og óhefðbundna nálgun við tölvuleikjahönnun. Auk Palworld hefur fyrirtækið einnig gefið út leiki eins og: Craftopia og Overdungeon.
Mun Palworld halda vinsældum sínum eða missa dampinn á þessu ári?
Mynd: pocketpair.jp