[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Magnus Carlsen í rafíþróttir – gengur til liðs við Team Liquid
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Magnus Carlsen í rafíþróttir – gengur til liðs við Team Liquid

Magnus Carlsen í rafíþróttir – gengur til liðs við Team Liquid

Fabiano Caruana og Magnus Carlsen hafa gengið til liðs við Team Liquid og hefja nýtt ævintýri í heimi rafíþrótta.

Norski stórmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, hefur ákveðið að hasla sér völl í rafíþróttum með því að ganga til liðs við Team Liquid, eitt af fremstu rafíþróttaliðum heims.

Þetta kemur fram í frétt á mbl.is. Carlsen hefur áður sýnt áhuga á tölvuleikjum og hefur nú ákveðið að taka þátt í keppnum á vegum Team Liquid. Þetta skref markar nýjan kafla í ferli hans og vekur athygli á vaxandi tengslum milli hefðbundinna íþrótta og rafíþrótta.

Til halds og trausts í Team Liquid verður bandaríski stórmeistarinn Fabiano Caruana, sem er einn sterkasti skákmaður Bandaríkjanna og fyrrum áskorandi um heimsmeistaratitilinn.

Þessi þróun hefur vakið mikla athygli í skák- og rafíþróttaheiminum, enda eru báðir skákmennirnir meðal fremstu hugsuða heimsins. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig þeim gengur í nýju umhverfi.

Mynd: Instagram / teamliquid

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Sjö stórlið tryggja sér sæti í Ameríska PUBG Esports 2025

Sjö stórlið tryggja sér sæti í Ameríska PUBG Esports 2025

PUBG Esports hefur opinberað úrvalsliðin ...