[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Hellblade 2 fær flestar BAFTA-tilnefningar – Íslensk leikkona á meðal tilnefndra
Auglýsa á esports.is?

Hellblade 2 fær flestar BAFTA-tilnefningar – Íslensk leikkona á meðal tilnefndra

Senua's Saga: Hellblade 2

Senua’s Saga: Hellblade II segir frá keltneskri stríðskonu og gerist á Íslandi á tímum landnámsins. Í leiknum fer Aldís Amah Hamilton með hlutverk stríðskonunnar Ástríðr.

Senua’s Saga: Hellblade 2 hefur hlotið flestar tilnefningar á BAFTA-leikjaverðlaununum 2025, með 11 tilnefningar.

Þrátt fyrir þetta er leikurinn ekki tilnefndur í flokknum Besti leikurinn, að því er fram kemur á eurogamer.net, en RÚV greindi fyrst íslenskra miðla frá tilnefningunni.

Þess í stað eru eftirfarandi leikir tilnefndir í þeim flokki:

Astro Bot
Balatro
Black Myth: Wukong
Helldivers 2
Thank Goodness You’re Here!
The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom

Astro Bot og Still Wakes the Deep fengu hvor um sig átta tilnefningar, meðan Thank Goodness You’re Here! hlaut sjö tilnefningar. Black Myth: Wukong fékk sex tilnefningar og Helldivers 2 fimm.

Leikirnir Animal Well, Balatro, Call of Duty: Black Ops 6 og Lego Horizon Adventures fengu hver um sig fjórar tilnefningar.

BAFTA-leikjaverðlaunin 2025 fara fram í London þann 8. apríl og verða sýnd í beinni útsendingu á YouTube og Twitch.

Eitt af helstu nöfnunum í tengslum við BAFTA-leikjaverðlaunin í ár er Aldís Amah Hamilton, íslensk leikkona sem er meðal radda í Senua’s Saga: Hellblade 2.  Aldís, sem hefur leikið í vinsælum sjónvarpsþáttum eins og Svörtu söndum og The Valhalla Murders, hefur slegið í gegn fyrir leik sinn og raddsetningu í tölvuleikjum.

Með hæfileikum sínum hefur hún fest sig í sessi sem einn af efnilegustu leikurum Íslands.

Hér er listinn í heild sinni:

Animation:
Astro Bot
Call of Duty: Black Ops 6
Lego Horizon Adventures
Senua’s Saga: Hellblade 2
Thank Goodness You’re Here!
Warhammer 40,000: Space Marine 2

Artistic Achievement (Listrænn árangur):
Astro Bot
Black Myth: Wukong
Harold Halibut
Neva
Senua’s Saga: Hellblade 2
Still Wakes the Deep

Audio Achievement (Hljóðárangur):
Animal Well
Astro Bot
Helldivers 2
Senua’s Saga: Hellblade 2
Star Wars Outlaws
Still Wakes the Deep

Best Game (Besti leikurinn):
Astro Bot
Balatro
Black Myth: Wukong
Helldivers 2
Thank Goodness You’re Here!
The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom

British Game (Breskur leikur):
A Highland Song
Lego Horizon Adventures
Paper Trail
Senua’s Saga: Hellblade 2
Still Wakes the Deep
Thank Goodness You’re Here!

Debut Game:
Animal Well
Balatro
Pacific Drive
Tales of Kenzera: Zau
Thank Goodness You’re Here!
The Plucky Squire

Evolving Game:
Diablo 4
Final Fantasy XIV Online
No Man’s Sky
Sea of Thieves
Vampire Survivors
World of Warcraft

Family (Fjölskylduleikur):
Astro Bot
Cat Quest 3
Lego Horizon Adventures
Little Kitty, Big City
Super Mario Party Jamboree
The Plucky Squire

Game Beyond Entertainment:
Botany Manor
Kind Words 2
Senua’s Saga: Hellblade 2
Tales of Kenzera: Zau
Tetris Forever
Vampire Therapist

Game Design (Leikjahönnun):
Animal Well
Astro Bot
Balatro
Helldivers 2
Tactical Breach Wizards
The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom

Multiplayer (Fjölspilunarleikur):
Call of Duty: Black Ops 6
Helldivers 2
Lego Horizon Adventures
Super Mario Party Jamboree
Tekken 8

Music (Músík):
Astro Bot
Black Myth: Wukong
Final Fantasy 7 Rebirth
Helldivers 2
Senua’s Saga: Hellblade 2
Star Wars Outlaws

Narrative:
Black Myth: Wukong
Dragon Age: The Veilguard
Final Fantasy 7 Rebirth
Metaphor: ReFantazio
Senua’s Sage: Hellblade 2
Still Wakes the Deep

New Intellectual Property:
Black Myth: Wukong
Metaphor: ReFantazio
Still Wakes the Deep
Thank Goodness You’re Here!
Animal Well
Balatro

Performer in a Leading Role
Still Wakes the Deep – Alec Newman
Indika – Isabella Inchbald
Silent Hill 2 – Luke Roberts
Star Wars Outlaws – Humberly González
Senua’s Saga : Hellblade 2 – Melina Juergens
Call of Duty: Black Ops 6 – Y’lan Noel

Performer in a Supporting Role
Senua’s Saga: Hellblade 2 – Aldis Amah Hamilton
Thank Goodness You’re Here! – Jon Blyth
Still Wakes the Deep – Michael Abubakar
Still Wakes the Deep – Karen Dunbar
Thank Goodness You’re Here! – Matt Berry
Senua’s Saga: Hellblade 2 – Abbi Greenland, Helen Goalen

Technical Achievement:
Tiny Glade
Warhammer 40,000: Space Marine 2
Astro Bot
Black Myth: Wukong
Call of Duty: Black Ops 6
Senua’s Saga: Hellblade 2

Mynd: Steam

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]