Bandaríska rafíþróttafélagið 100 Thieves stóð uppi sem sigurvegari á Marvel Rivals Invitational, sem haldið var í Los Angeles þann 20. mars. Um var að ræða fyrstu opinberu keppnina í Marvel Rivals, en leikurinn er ekki lengur bara afþreying, heldur sérstaklega hannaður með það í huga að verða hluti af alvöru rafíþróttum.
Lið 100 Thieves, sem er skipað af leikmönnunum JhbTeam, Hysterics, Willjum, Stella og Bang, tryggði sér sigur í úrslitaleik gegn Team Liquid, sem fram fór í hinum glæsilega Terminal 27-leikvanginum. Með markvissri spilamennsku, traustri liðsheild tókst þeim að stíga fram sem brautryðjendur á þessu nýja sviði rafíþrótta.
„Við erum afar stolt af þessari frammistöðu og þakklát fyrir að fá að vera hluti af þessum merku tímamótum í þróun keppnisleikja,“
sagði Dan Fleeter, framkvæmdastjóri rafíþróttasviðs hjá 100 Thieves.
Leikurinn Marvel Rivals býður upp á einstakt samspil þekktra ofurhetja og fjölbreyttra leikstíla, þar sem leikmenn þurfa að vinna saman í hraðvirkum átökum sem reyna bæði á útsjónarsemi og liðsheild. Opinber útgáfa eSports-leiksins er væntanlegur síðar á árinu, en viðtökurnar eftir mótið gefa fyrirheit um að hann gæti því orðið nýr burðarás í heimi rafíþrótta.
YOUR $100,000 NA MARVEL RIVALS INVITATIONAL CHAMPS 🏆@100T_Esports pic.twitter.com/3G0qsG0HmV
— Marvel Rivals Esports (@MRivalsEsports) March 24, 2025
Mynd: x.com / Marvel Rivals Esports