Aðdáendur tölvuleikja fá nú nýtt ævintýri í boði vinsæla YouTube-notandans CageConnor, sem hefur hrundið af stað nýrri seríu þar sem hann byggir upp sitt eigið mauraríki í leiknum Empires of the Undergrowth.
Í fyrsta þætti nýju seríunnar, sem ber heitið „The Light Empire“, leiðir hann áhorfendur inn í heim örsmárra en stórhuga maura, þar sem ein drottning og hennar fyrstu vinnumaurar leggja grunn að yfirburðum í undirdjúpum jarðar.
Í þessum upphafsþætti fylgjumst við með fyrstu skrefunum í stórbrotnu ævintýri – frá fyrstu vinnumaura klekjast út, fyrstu göngunum sem grafnar eru og hvernig undirstöður eru lagðar að miklu mauraríki sem stefnir á allsherjar yfirráð í heimi skordýra.
CageConnor er þekktur fyrir skemmtilegar, vandaðar og fræðandi leikjaseríur, og hvetjum við alla áhugasama að gerast áskrifendur að rásinni hans á YouTube til að fylgjast með þróun mauraríkisins og öðrum spennandi verkefnum sem hann vinnur að.
Hægt er að horfa á fyrsta þáttinn hér:
Um leikinn:
Empires of the Undergrowth er spennandi stragety-leikur þar sem spilarar leiða eigin maurabú í hraðskreiðum rauntíma-stratégíustíl. Verkefnið hefst neðanjarðar, þar sem byggja þarf flókið net ganga og hólfa til að geyma fæðu og ala upp nýja maura. Á yfirborðinu snýst leikurinn um að tryggja yfirráðasvæði, safna mikilvægum auðlindum og takast á við ógnvænlegar kóngulær og aðrar maurakólóníur.
Skipulag maurabúsins, stærð hersins, samsetning hans og tímasetning árása ráða því hvort sigur er í höfn – eða ósigur blasir við.
Viltu fylgjast með ferðalagi CageConnor og sjá hvernig The Light Empire dafnar? Vertu áskrifandi að rásinni hans á YouTube og fáðu tilkynningar um nýja þætti þegar þeir birtast.
Empires of the Undergrowth á Steam.
Myndir: Steam