Team Falcons Vega frá Sádi-Arabíu tryggði sér sigur á Red Bull Instalock 2025 í London eftir æsispennandi 3-2 sigur á ríkjandi meisturum G2 Gozen frá Þýskalandi í úrslitaleik mótsins. Þetta var annað sinn sem að mótið var haldið í Red Bull Gaming Sphere í Shoreditch, þar sem fjögur af fremstu kvennaliðum heims í Valorant kepptu með nýstárlegri reglu sem krafðist þess að hvert lið notaði þrjá „duelista“ í leik sínum.
Þrátt fyrir að hafa tapað fyrir G2 Gozen 0-2 í fyrri hluta mótsins, sýndi Falcons Vega mikinn styrk með því að vinna FlyQuest RED frá Bandaríkjunum 2-0 í lower bracket og tryggja sér þannig sæti í úrslitaleiknum. Í úrslitaleiknum, sem var best af fimm leikjum, hófu Falcons Vega leikinn með sigri, en G2 Gozen jafnaði metin með 19-17 sigri í næsta leik eftir lengstu framlengingu í sögu mótsins.
Eftir að hafa tapað þriðja leiknum, náðu Falcons Vega að jafna metin í fjórða leiknum og tryggðu sér að lokum sigur með 13-8 í fimmta og síðasta leiknum.
THE REVERSE SWEEP I CAN’T BELIEVE IT WE’RE GOING TO G5 😭😱🤯 pic.twitter.com/WFWwkz6r0u
— Red Bull UK (@RedBullUK) May 3, 2025
Framúrskarandi frammistaða einstakra leikmanna
Leikmenn Falcons Vega sýndu framúrskarandi frammistöðu í úrslitaleiknum. í fréttatilkynningu frá Red Bull lýsti Maryam „Mary“ Maher mikilli ánægju með sigurinn og sagði:
„Þetta var þýðingarmikill sigur, en liðið samanstendur af duglegustu konum sem ég þekki og ég er stolt af vinnunni sem við lögðum í mótið.
Við erum svo ánægðar að vera fulltrúar Mið-Austurlanda og viljum vera fyrirmyndir fyrir konur í leikjageiranum í okkar heimshluta.“
Með þessum sigri hefur Team Falcons Vega staðfest stöðu sína sem eitt af fremstu kvennaliðum í Valorant og sýnt að þau eru tilbúin til að takast á við stærstu áskoranirnar á alþjóðavettvangi.
🏆 @FALCONSESPORT ARE YOUR #REDBULLINSTALOCK CHAMPIONS! 🏆 pic.twitter.com/px2WwNC4Se
— Red Bull UK (@RedBullUK) May 3, 2025
Fyrir áhugasama er hægt að horfa á úrslitaleikinn í heild sinni hér:
Mynd: Red Bull