[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / „Við erum fyrirmyndir“ – Falcons Vega fagna sigri og senda skilaboð til ungra kvenna – Vídeó
Nýr þáttur alla miðvikudaga

„Við erum fyrirmyndir“ – Falcons Vega fagna sigri og senda skilaboð til ungra kvenna – Vídeó

Team Falcons Vega - Valorant

Team Falcons Vega frá Sádi-Arabíu tryggði sér sigur á Red Bull Instalock 2025 í London eftir æsispennandi 3-2 sigur á ríkjandi meisturum G2 Gozen frá Þýskalandi í úrslitaleik mótsins. Þetta var annað sinn sem að mótið var haldið í Red Bull Gaming Sphere í Shoreditch, þar sem fjögur af fremstu kvennaliðum heims í Valorant kepptu með nýstárlegri reglu sem krafðist þess að hvert lið notaði þrjá „duelista“ í leik sínum.

Þrátt fyrir að hafa tapað fyrir G2 Gozen 0-2 í fyrri hluta mótsins, sýndi Falcons Vega mikinn styrk með því að vinna FlyQuest RED frá Bandaríkjunum 2-0 í lower bracket og tryggja sér þannig sæti í úrslitaleiknum. Í úrslitaleiknum, sem var best af fimm leikjum, hófu Falcons Vega leikinn með sigri, en G2 Gozen jafnaði metin með 19-17 sigri í næsta leik eftir lengstu framlengingu í sögu mótsins.

Eftir að hafa tapað þriðja leiknum, náðu Falcons Vega að jafna metin í fjórða leiknum og tryggðu sér að lokum sigur með 13-8 í fimmta og síðasta leiknum.

Framúrskarandi frammistaða einstakra leikmanna

Leikmenn Falcons Vega sýndu framúrskarandi frammistöðu í úrslitaleiknum. í fréttatilkynningu frá Red Bull lýsti Maryam „Mary“ Maher mikilli ánægju með sigurinn og sagði:

„Þetta var þýðingarmikill sigur, en liðið samanstendur af duglegustu konum sem ég þekki og ég er stolt af vinnunni sem við lögðum í mótið.

Við erum svo ánægðar að vera fulltrúar Mið-Austurlanda og viljum vera fyrirmyndir fyrir konur í leikjageiranum í okkar heimshluta.“

Með þessum sigri hefur Team Falcons Vega staðfest stöðu sína sem eitt af fremstu kvennaliðum í Valorant og sýnt að þau eru tilbúin til að takast á við stærstu áskoranirnar á alþjóðavettvangi.

Fyrir áhugasama er hægt að horfa á úrslitaleikinn í heild sinni hér:

Mynd: Red Bull

Um Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Valorant

Elon Musk kaupir íslenskt Valorant-lið – Æfa eingöngu í sjálfkeyrandi Teslum

Í óvæntri yfirtöku tilkynnti bandaríski ...