- Ekki alveg noob – skjáskot til sönnunar 🙂
Leikurinn Bullet Yeeters hefur vakið athygli fyrir einstakan stíl og óhefðbundna leikupplifun þar sem leikmenn taka þátt í æsispennandi orrustum innan veggja eigin heimilis. Þetta er þriðju persónu skotleikur þar sem örsmáar bardagahetjur fljúga um á jetpack, skjóta úr risavopnum og berjast við ýkta ofuróvini í risaeldhúsum, bílskúrum og stofum.
Leikurinn sameinar skemmtilegan húmor og talsverða óreiðu. Spilarar nýta jetpack til að fljúga, sveima og komast í taktíska yfirburðastöðu, á meðan þeir nota hversdagslega hluti á borð við brauðristar og húsgögn sem skjól, gildrur eða stökkpalla.
In Bullet Yeeters, it’s a non-stop Coachella party — every. single. day. 🕺🎮💣
🎭 Wild skins
🎶 Blasting beats
💥 Explosive action
And your squad in the middle of it all.Add to your wishlist now — let’s YEET this party to the next level! 🔥
#bulletyeeters #yeetsleeprepeat… pic.twitter.com/ewR64ttFi8
— BulletYeeters (@BulletYeeters) April 18, 2025
Jetpack-bardagar og sérsniðnar bardagahetjur
Í leiknum gefst spilarinn tækifæri á að sérsníða eigin „bullet yeeter“ með ýmiss konar hæfileikum, vopnum, jetpack og búnaði. Vopnabúrið er fjölbreytt og hægt að uppfæra vopn eftir því sem leikurinn þróast.
Auk hefðbundinna bardaga verður einnig boðið upp á bardaga við risavaxna og óhefðbundna endaóvini, ýmist einn eða í samstarfi við aðra leikmenn. Hver bardagi er sjónarspil sem reynir á bæði viðbragðsflýti og útsjónarsemi.
Bardagastillingar eru fjölmargar og þar má nefna Free-for-All, Battle Royale, Control Point og The Floor is Lava. Hvort sem þú spilar einn eða með vinum, þá er leikurinn ein kaós-skemmtun og sífelldri spennu.
Yeetaðu eða vertu yeetaður
Bullet Yeeters er leikur sem tekur sig ekki of alvarlega en býður samt upp á þétta leikupplifun. Hann er bæði fyndinn, hraður og tilvalinn fyrir þá sem leita að nýrri tegund fjölspilunar.
Mottó leiksins er: „Fljúgðu hratt. Skjóttu fast. Yeetaðu — eða vertu yeetaður.“ eða „Fly fast. Shoot hard. Yeet or be yeeted.“
Frumsýndur í maí – væntanlegur í júní
Leikurinn er Closed Alpha og var einungis hægt að spila hann 6. – 7. og 8. maí en áætlað er að hann komi út 19. júní 2025. Alveg fínasti leikur, svolítið í anda Team Fortress 2 en þó ekki, eldhús mappið var eina sem hægt var að spila, önnur möpp voru læst.
Þótt leikurinn sé enn á þróunarstigi, lofar hann góðu – bæði hvað varðar spilun, fjölbreytni og stíl. Frumlegt umhverfi, góð hreyfing og húmor. Takmörkuð aðgengi í prófun og vantar dýpt í einstaka atriði (enn sem komið er).
Viðvörun / Varúð
Áður en leikurinn hefst kemur stór og mikil viðvörun, að þeir sem hafa ljósnæmi ættu að forðast leikinn, en hann inniheldur björt og hröð myndefni sem geta haft áhrif á einstaklinga með ljósnæma flogaveiki. Leikmenn eru hvattir til að fara varlega og leita ráða hjá lækni ef þörf krefur.
Sjálfur er ég ekki með ljósnæma flogaveiki, en engu að síður fann ég fyrir flökurleika eftir langvarandi spilun, og ég tel mig þó vera þaulvanan spilara.
Ég fékk leikinn án endurgjalds gegnum Keymailer.co. Rýnin er byggð á minni eigin reynslu og birting hennar er án utanaðkomandi áhrifa.
Myndir: skjáskot úr leik – Gif myndir eru frá leikjahönnuði Bullet Yeeters.