Valve, eigandi og rekstraraðili leikjaplatformsins Steam, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fullyrt er að enginn öryggisbrestur hafi átt sér stað í kerfum fyrirtækisins, þrátt fyrir nýlegar fréttir um meinta sölu á gögnum 89 milljóna notenda á „dark“ vef.
Samkvæmt Valve innihélt lekið gagnasafn einungis eldri SMS-skilaboð sem send voru til viðskiptavina Steam með kóðum sem voru eingöngu virkar í fimmtán mínútur. Þessar upplýsingar tengjast ekki neinum reikningum, lykilorðum, greiðsluupplýsingum eða öðrum persónulegum gögnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Steam.
As per Christopher Kunz: This alleged leak just contains SMS delivery logs with carrier metadata and phone numbers from 2025. The sample contains Portuguese numbers, where only 60% are unique numbers. Main risk is targeted phishing.https://t.co/4wLvXQb37H
— SteamDB (@SteamDB) May 14, 2025
Fyrirtækið undirstrikar að þessi atvik hafi ekki áhrif á öryggi Steam-reikninga og að notendur þurfi ekki að breyta lykilorðum eða símanúmerum sínum. Hins vegar er mælt með því að virkja Steam Mobile Authenticator til að auka öryggi reikningsins.
Valve heldur áfram að rannsaka uppruna lekans, en bendir á að SMS-skilaboð séu ekki dulkóðuð í flutningi og fari í gegnum marga þjónustuaðila áður en þau ná til síma notenda, sem gerir rekjanleika erfiðan.
Þrátt fyrir að þessi leki hafi ekki ógnað öryggi Steam-reikninga, minnir Valve notendur á mikilvægi þess að viðhafa góða öryggisvenjur, svo sem að vera varkárir gagnvart óumbeðnum öryggisskilaboðum og að virkja tveggja þátta auðkenningu.