[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Ævintýrið heldur áfram: Indiana Jones stefnir á PlayStation 5
Auglýsa á esports.is?

Ævintýrið heldur áfram: Indiana Jones stefnir á PlayStation 5

Indiana Jones and the Great Circle

Það styttist í að leikmenn á PlayStation 5 fái að upplifa ævintýri fornleifafræðingsins fræga, Indiana Jones. Microsoft stúdíóið Bethesda hefur nú staðfest að Indiana Jones and the Great Circle komi út á PS5 í næsta mánuði, eftir að hafa áður verið aðeins fáanlegur á Xbox Series X/S og PC, að því er fram kemur á psfrettir.com.

Leikurinn kom fyrst út í lok síðasta árs og hlaut þá afar góðar viðtökur gagnrýnenda og leikjaspilara, sem hrósuðu einkum spennandi frásögn, grafískri útfærslu og kvikmyndaupplifun.

Í Indiana Jones and the Great Circle fær leikmaðurinn að stíga beint inn í hlutverk goðsagnakennda ævintýramannsins í spennandi fyrstu persónu leik sem gerist á milli atburða kvikmyndanna Raiders of the Lost Ark og The Last Crusade. Ill öfl eru á ferð um heiminn árið 1937 í leit að leyndardómsfullu afli úr fornöld. Indiana Jones er síðasta vonin.

Leikurinn er þróaður af MachineGames, sem hlotið hafa lof fyrir Wolfenstein-seríuna, og er framleiddur með aðkomu Hall of Fame leikjahönnuðarins Todd Howard.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa psfrettir.com með því að smella hér.

Mynd: bethesda.net

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Sorgardagur í leikjaiðnaðinum – Viktor Antonov látinn langt fyrir aldur fram

Sorgardagur í leikjaiðnaðinum – Viktor Antonov látinn langt fyrir aldur fram

Viktor Antonov, búlgarski listamaðurinn sem ...