Heim / HRingurinn / Aldrei áður hefur verið jafn mikil skráning á HR-inginn | Myndir af aðstöðunni
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Aldrei áður hefur verið jafn mikil skráning á HR-inginn | Myndir af aðstöðunni

Það má með sanni segja að lanmótið HR-ingurinn er fagnað af leikjasamfélaginu en 56 lið eru nú skráð á lanmótið.

Meðfylgjandi myndir er af aðstöðunni, en allir verða á annari hæðinni í byggingunni sem er kölluð sólin, en Starcraft 2 fólkið verður á þriðju hæðinni.

Liðin sem skráð eru á lanmótið:

13x “lið” skráð í starcraft 2, en SC2 er einstaklings keppni
23x lið í League of Legends
9x lið í Counter Strike Source
11x lið í Counter Strike 1.6

“Ekki eru öll liðin fullskipuð en um 250 einstaklingar eru skráðir, aldrei áður hefur verið jafn mikil skráning á HR-inginn”, sagði Stefán einn af admins mótsins í samtali við eSports.is.

“Það er allt farið á fullt skrið og er mikill undurbúningur byrjaður hjá okkur”, sagði Stefán að lokum og var þar með rokinn í burtu enda í nógu að snúast.

eSports.is kemur til með að fylgjast vel með mótinu og flytja ykkur fréttir, myndir, úrslit og fleira.

Heimasíða lanmótsins: www.hringurinn.net

Myndir: Aðsendar

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti ...