Eftir átta ára þróun hefur Classic Offensive, sem ætlað var að endurskapa upprunalega Counter-Strike upplifunina innan Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO), verið lokað eftir að Valve sendi frá sér lögbann aðeins nokkrum klukkustundum fyrir áætlaða útgáfu.
Verkefnið, sem hófst árið 2017, hafði það að markmiði að færa klassíska eiginleika Counter-Strike 1.6 inn í nýrri vél CS:GO. Þrátt fyrir að Valve hafi upphaflega veitt óformlegt samþykki fyrir þróuninni, breyttist afstaða fyrirtækisins skyndilega árið 2025 þegar það lýsti yfir að Classic Offensive væri „byggt á vernduðu höfundarefni“ og því brot á höfundarétti þeirra.
Í yfirlýsingu frá þróunarteyminu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) kom fram að þessi ákvörðun hefði víðtæk áhrif á framtíð aðlögunar og þróunar á grunni Valve-kerfisins. Þeir bentu á ósamræmi í því að Valve leyfi hönnun og þróun með einum hætti en breyti reglunum án viðvörunar og stöðvi verkefnin eftir eigin geðþótta.
Viðbrögð samfélagsins voru sterk; tístið frá þróunarteyminu fékk rúmlega 10.000 læk og myllumerkið #AllowClassicOffensive varð vinsælt á samfélagsmiðlum. Margir leikmenn lýstu yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun Valve og bentu á að framtíð á hönnun og þróun (mod) tölvuleikja virtist nú hvíla á brauðfótum.
https://t.co/d0RMvuK9jo #AllowClassicOffensive pic.twitter.com/Qz3bHg1a9E
— Classic Offensive (@csco_dev) May 7, 2025
Þrátt fyrir að Classic Offensive hafi staðið frammi fyrir mörgum áskorunum í gegnum árin, þar á meðal tæknilegum breytingum á CS:GO, hélt þróunarteymið áfram með von um að leikurinn yrði einhvern daginn gefinn út á Steam. Verkefnið var tilbúið til útgáfu í október 2024 og var sent til yfirferðar hjá Steam, en var hafnað þremur mánuðum síðar með þeim rökum að það væri „ekki viðeigandi“.
Lokun Classic Offensive vekur spurningar um hvernig Valve hyggst meðhöndla framtíðar á hönnun og þróun tölvuleikja og hvort fyrirtækið muni endurskoða stefnu sína gagnvart verkefnum hjá leikjasamfélaginu.
Til útskýringar
Þótt mörg mod verkefni þrífist í Valve-vistkerfinu (t.d. Garry’s Mod, Black Mesa osfr.), þá þarf oft:
- Skriflegt samþykki Valve ef mod notar efnivið úr öðrum vörum þeirra.
- Að mod séu frí og ekki í beinni samkeppni við upprunalegu leikina.
- Að þau fari eftir Steam Workshop-leiðum og notendaskilmálum.