[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tilboð, tölvur ofl. / Brothættur þáttur: Þegar allt fer í steik á Gametíví
Auglýsa á esports.is?

Brothættur þáttur: Þegar allt fer í steik á Gametíví

GameTíví - Gluggavaktin - Carry The Glass

Carry The Glass er skemmtilegur samvinnuleikur sem fær leikmenn að spreyta sig í óvenjulegu verkefnum – að bera brothættan glugga í gegnum hættufullan leikheim án þess að hann brotni í þúsund mola.

Leikurinn, sem ber enn ekki íslenskt nafn en mætti kalla Gluggavaktina, setur tvo leikmenn í hlutverk skrítinna smiða sem þurfa að vinna saman í litríkum og lifandi umhverfi.  Verkefnið hljómar einfalt á blaði: koma glerglugga á áfangastað.  En á leiðinni bíða alls kyns hindranir, brýr, hoppandi óvinir og jafnvel vindhviður sem gera allt vitlaust.

Hver missir gluggann fyrst? – Fylgstu með kl. 20:00

Leikurinn snýst um fullkomna samvinnu, samskipti og jafnvægi.  Þeir sem reyna að flýta sér með gluggann lenda iðulega í glerbrotum.  Áhorfendur geta svo átt von á trylltum tilþrifum, hlátrasköll og óvæntum ósigrum hjá GameTíví í kvöld sem hefst klukkan 20:00 á twitch rásinni GameTiviis.

Leikurinn er hannaður sérstaklega fyrir tvo leikmenn, hvort sem er á sama sófa eða í gegnum netið. Hann minnir á klassíska co-op leiki á borð við Overcooked, nema nú þarf að passa að stíga varlega til jarðar – bókstaflega.  Leikurinn kom út 24. október í fyrra.

Facebook grúppan - Vefborði - Tölvuleikir, mót & fréttir - eSports.is

Um höfund: Er markhópurinn þinn tölvuleikjaspilarar? - Hafðu samband!

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á esports.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar.
x

Check Also

Spila Tölvuleik

Ólafur Jóels: „Gæði leikja hafa rýrnað þrátt fyrir tækniframfarir“

Undanfarin ár hefur myndast umræða ...