Edens Zero er 3D hasarhlutverkaleikur byggður á samnefndri manga-seríu Hiro Mashima, höfundar Fairy Tail og Rave Master. Leikurinn fylgir ævintýrum Shiki Granbell og vina hans í leit að hinni almáttugu gyðju, Mother, um borð í geimskipinu Edens Zero.
Á ferðalagi sínu heimsækja þau fjölbreyttar plánetur, kynnast nýjum persónum og takast á við öfluga óvini.
Edens Zero er væntanlegur fyrir PlayStation 5 þann 15. júlí 2025.
Nánari upplýsingar og ítarlega umfjöllun má finna á psfrettir.com.
Mynd: konami.com