[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Íslensk CS-nostalgía í hæsta gæðaflokki: Andri Freyr heldur minningunum á lífi – Myndir og vídeó
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Íslensk CS-nostalgía í hæsta gæðaflokki: Andri Freyr heldur minningunum á lífi – Myndir og vídeó

Íslensk CS-nostalgía í hæsta gæðaflokki: Andri Freyr heldur minningunum á lífi

MurKholt verður til – MurKararnir knifah (CS), Crackle (Wolfenstein) og hostile (CS) taka sér stutta spjallpásu frá málningarvinnu í MurKholti árið 2002. Holtið var heimili allra deilda innan klansins og einnig lanaðstaða fyrir gesti og gangandi.

Andri Freyr, formaður CS Nostalgíunnar, heldur úti skemmtilega YouTube-rás og Instagram-síðu undir nafninu CS Nostalgían. Þar gefst áhugafólki kostur á að rifja upp gamlar íslenskar Counter-Strike klippur.

Á YouTube-rásinni má nú finna sextíu myndbönd í háskerpu, og enn fleiri eru væntanleg á næstunni.

Vefborði - Tölvuleikir

CS Nostalgían: Sögur úr CS – Vargur

Arnar “Vargur” Ingvarsson er gestur Tomma að þessu sinni í Sögur úr CS. Arnar er af mörgum talinn sá besti sem spilaði CS 1.6 hér á landi. Endurkoma hans í CS:GO hefur síðan vakið verðskuldaða athygli, en leikmaðurinn spilar fyrir liðið Ármann í Ljósleiðaradeildinni. Í þessu viðtali fer hann yfir ferilinn eins og hann leggur sig. Allt frá dögunun í diG, ice og seven fram til dagsins í dag.

Íslensk CS-nostalgía í hæsta gæðaflokki: Andri Freyr heldur minningunum á lífi

Ice á Nollelva Digital Event í Norrköping, Svíþjóð árið 2004. entex, jam, Puppy, SkaveN og sPiKe fóru fyrir hönd klansins og lentu í 13. – 16. sæti. Stórliðið SK sigraði mótið.

Íslensk CS-nostalgía í hæsta gæðaflokki: Andri Freyr heldur minningunum á lífi

Strákarnir í SeveN í Kaupmannahöfn á mótinu shgOpen árið 2006

TurboDrake

Þórir “TurboDrake” Viðarsson er fyrsti gestur viðtalsþáttanna Sögur úr CS. Þórir fer um víðan völl í þessu viðtali og rifjar m.a. upp fyrstu árin sín hjá Drake, handbókina sem hann útbjó, þjálfun og margt fleira sem tengist Counter-Strike á Íslandi.

Hate vs. Love – Skjálfti 2 | 2001

Íslensk CS-nostalgía í hæsta gæðaflokki: Andri Freyr heldur minningunum á lífi

Hate vs. Love – Skjálfti 2 | 2001

Myndir: instagram / CS Nostalgían

Vídeó: youtube / CS Nostalgían

Sögur úr CS: Visir.is / Rafíþróttir

Um Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

The MongolZ fá ríkisstuðning - Fyrstir til að verða þjóðar-rafíþróttalið Mongólíu

The MongolZ fá ríkisstuðning – Fyrstir til að verða þjóðar-rafíþróttalið Mongólíu

Mongólska rafíþróttaliðið The MongolZ hefur ...