[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Leikmenn móta framtíð Battlefield: EA kynnir Battlefield Labs
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Leikmenn móta framtíð Battlefield: EA kynnir Battlefield Labs

Leikmenn móta framtíð Battlefield: EA kynnir Battlefield Labs

Leikjasamfélagið fær að móta næsta Battlefield með Battlefield Labs.
Mynd: ea.com

Electronic Arts (EA) hefur tilkynnt að næsti Battlefield-leikur sé í þróun og kynnt nýja áætlun, Battlefield Labs, sem miðar að því að fá mikilvægar ábendingar frá leikmönnum fyrir útgáfu leiksins.

Þessi nýjung er svar við gagnrýni sem Battlefield 2042 fékk við útgáfu sína.  Battlefield Labs mun bjóða leikmönnum að prófa nýja leiki og eiginleika, þar á meðal vopn, farartæki og græjur, áður en leikurinn kemur út.  Fyrstu boð í prófanir hafa verið send til þúsunda leikmanna í Evrópu og Norður-Ameríku, með áformum um að stækka aðganginn til fleiri svæða og þátttakenda í framtíðinni.

Þróun næsta Battlefield-leiks er samstarfsverkefni DICE, Motive, Criterion og Ripple Effect, sem saman mynda Battlefield Studios. Leikurinn er nú á pre-alpha stigi og mun prófun hefjast fljótlega.

Skráðu þig í Battlefield Labs með því að smella hér.

Fyrsti trailerinn úr nýjum Battlefield kominn í loftið

Með fylgir trailer úr næsta Battlefield-leik, sem er nú á pre-alpha stigi.  Í þessu stutta myndskeiði má sjá glæsilega grafík og spennandi bardagaatriði, sem gefa til kynna að leikurinn verði sá metnaðarfyllsti í seríunni hingað til.

EA hefur staðfest að „Conquest“ og „Rush“ muni snúa aftur, ásamt endurbótum á Assault, Engineer, Support og Recon, en leikurinn er væntanlegur á PC og leikjatölvur á næstu árum.

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Battlefield 4

Með mik­illi þraut­seigju þá getur þú framkvæmt þetta í BF4

Fram­leiðend­ur tölvu­leiks­ins Battlefield 4 illum­inati settu ...