Liðið Litlir Menn stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmeistaramótinu í Apex Legends, sem haldið var nú um helgina. Þeir tryggðu sér titilinn með glæsilegum sigri í match point-keppni og náðu samtals 87 stigum. Í öðru sæti endaði Flight Crew, og TLC hafnaði í þriðja sæti.
Mótið var haldið í samstarfi við GameTíví og Arena Gaming, og hófst klukkan 13:00 á sunnudaginn. Mótið var í beinni útsendingu á Twitch-rás GameTíví, en einnig gafst áhorfendum kostur á að fylgjast með viðburðinum á stórum skjá í húsakynnum Arena Gaming.
Þátttakan var mjög góð – alls tóku 20 lið þátt í keppninni, sem skapaði frábæra stemningu bæði á staðnum og í streyminu. Mótið var einstakt tækifæri fyrir áhugasama spilara til að sýna hvað í þeim býr og keppa við fremstu leikmenn landsins í einum vinsælasta skotleik heims.
Domino’s Pizza styrkti sigurliðið með þremur 10.000 kr. gjafabréfum.
Til hamingju, Litlir Menn – Íslandsmeistarar í Apex Legends 2025!
Mynd: facebook / Apex Ísland