Close Menu
    Nýjar fréttir

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025
    1 2 3 … 245 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Tölvuleikir»Samheldið samfélag íslenskra Gran Turismo áhugamanna fagnar keppnisárinu
    Nautasteik
    Vegleg nautalund í aðalhlutverki á lokahófinu. Mynd: pixabay.com
    Tölvuleikir

    Samheldið samfélag íslenskra Gran Turismo áhugamanna fagnar keppnisárinu

    Chef-Jack05.05.20255 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Nautasteik
    Vegleg nautalund í aðalhlutverki á lokahófinu.
    Mynd: pixabay.com

    Það ríkir mikil eftirvænting í röðum íslenska Gran Turismo Samfélagsins (GTSI) því lokahóf ársins 2025 fer fram laugardaginn 10. maí í sal Dansfélagsins Hvannar, að Ögurhvarfi 4a í Kópavogi.

    Boðið verður upp á veglega grillveislu, líf og fjör – og ekki síst kærkomið tækifæri til að ljúka tímabilinu með stæl með félögum sínum.

    Kvöldverður og dagskrá

    Húsið opnar klukkan 19:00 og matur verður borinn fram kl. 19:30. Gestir fá í matinn glæsilegan kvöldverð:

    • 200 gr nautalund
    • Bökuð kartafla og ferskt salat
    • Tveir drykkir með í verði

    Verðið fyrir kvöldmat er aðeins 5.000 krónur á mann og skráning er nauðsynleg fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 8. maí. Skráning fer fram í gegnum eftirfarandi form:

    Skráningarskjal fyrir kvöldmat.

    Eftir matinn, eða um kl. 21:00, verður húsið opnað fyrir aðra gesti sem vilja slást í hópinn. Þeir mega koma með sínar eigin veigar, en jafnframt verða glös til sölu á hagstæðu verði til styrktar samfélaginu.

    „Lokahófið hefur verið árlegur liður hjá okkur síðan 2019 og er alltaf mikið fjör.

    Menn gera upp árið og málin, veitum verðlaun og gerum okkur glaðan dag,“

    segir Misfit_Doddi, einn af stjórnarmönnum GTSI og aðalskipuleggjandi viðburðarins, í samtali við esports.is og bætir við:

    „Fjöldi hefur verið frá 30 og upp í 60 þau ár sem ég hef mætt, og allt stefnir í metmætingu í ár,“

    Skemmtiatriði og samfélagsandi

    Að sögn skipuleggjenda eru ýmis óvænt skemmtiatriði í vinnslu, og félagsmenn eru hvattir til að leggja sitt af mörkum ef þeir búa yfir einhverju sem vert er að deila með hópnum – hvort sem það er tónlist, heimagerð myndbönd eða eitthvað algjörlega óvænt.

    Það er ekki annað hægt en að hrósa GTSI fyrir öflugt starf og frábæran anda. Það gleður sérstaklega að sjá hversu samheldið, líflegt og jákvætt Gran Turismo samfélagið á Íslandi er orðið – hópur sem sameinast í keppni, vináttu og gleði allt árið um kring. Lokahófið er ekki einungis lokaáfangi tímabilsins heldur líka vitnisburður um sterkt félagslegt bakland stafrænnar akstursíþróttar á Íslandi.

    GTSI hvetur alla félagsmenn og áhugafólk til að taka þátt í þessu einstaka kvöldi – 10. maí verður kvöldið sem enginn vill missa af.

    Facebook hópur íslenska Gran Turismo Samfélagsins.

    Nordic Masters-mótið

    Að lokum, til fróðleiks og skemmtunar, fylgir hér samantekt eftir Gunnar Ágústsson um þriðju umferð Nordic Masters-mótsins, þar sem Íslendingar tóku virkan þátt.

    Nóg var um að vera í 3. umferð Nordic Masters en Watkins Glenn hefur lengi verið þekkt fyrir spennandi og close kappakstur og var keppnin í gær (27. apríl) engin undantekning!

    Spoiler Alert

    Ef þú ert ekki búinn að horfa og vilt engan spoiler mæli ég með að hætta að lesa núna og horfa á keppnina!

    https://www.youtube.com/watch?v=x31blriSEg4

    Íslenska liðið mætti af krafti til leiks og líkt og í 1. umferðinni tók Jökull Hrafnsson ráspól og frækinn sigur eftir að hafa staðið í linnulausri baráttu við hröðustu ökumenn norðurlandanna nánast allan tíman!

    Mun meira af aksjón var á braut í þessari umferð en fyrri umferðum en úrslitin gætu mögulega breyst eitthvað þegar dómnefnd NM hefur farið yfir atvik umferðarinnar og dæmt.

    Ólafur Einar átti frábæra byrjun og voru þeir félagar Jökull P1 og P2 á tímabili en Ólafur byrjað sjöundi. Seinna í keppninni olli leiðinlegt samstuð á milli Óla og 🇳🇴 Walbeck í fyrstu beygju því að Óli snýst og baráttan um efstu sætin því miður úti fyrir Óla.

    🇳🇴 Walbeck átti þó eftir að hitta hálfnafna sinn, vegginn, í sömu beygju á 28 hring eftir samstuð við Jökul. Þetta olli svakalegum keðjuárekstri og Gunnar, sem búinn var að vinna sig upp í 5. sæti úr því tólfta, náði einhvernvegin að sleppa við kösina og var Ísland þá aftur komið með P1 og P2 á braut! Það átti þó eftir að breytast aðeins á síðasta hring en Gunnar og 🇫🇮 Holm fara þar samhliða inn í busstoppið og endar Gunnar útaf og dettur niður í 5. sæti.

    Andri Már tók svo frábært P2 í B Úrslitunum og Ívar og Haukur voru líka með góðan hraða en lentu því miður í álíka atvikum og Óli.

    Allt í allt frábær úrslit hjá strákunum okkar í erfiðri atburðarríkri keppni og ógerningur að fara yfir þau öll hér.

    Aðeins 16 stig skilja nú að Finnland og Ísland í keppninni um að vera hraðasta norðurlandið en það getur þó breyst eitthvað aðeins eftir kærumál sem verða tekin fyrir í vikunni.

    Engu að síður sturlaður árangur í okkar frumraun á Nordic Masters hingað til og stefna strákarnir að sjálfsögðu á sigur í næstu umferð!

    Sjáumst hress 18. maí og höldum áfram að hvetja liðið en mig langar að henda risastóru hrósi á Youtube spjallið sem hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með og margir íslenskir fánar þar á lofti! 🇮🇸

    Áfram Ísland!

    Hér koma full úrslit 3. umferðar NM 2025:
    ‎
    A Úrslit
    🥇 Jökull Hrafnsson
    5️⃣ Gunnar Ágústsson
    🔟 Ólafur Einar Þorbergsson
    ‎
    B Úrslit
    🥈 Andri Már Guðmundsson
    7️⃣ ​Ívar Eyþórsson
    9️⃣ Haukur Ingi Jóhannsson

    Íslenska Gran Turismo samfélagið
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Tölvuleikjasumarið byrjað með látum – Stærstu fréttirnar úr opnunarsýningu Summer Game Fest 2025

    09.06.2025

    „Þagnarskyldunni lokið!“ – Tölvuleikjaspjallið ræðir við Myrkur Games

    08.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.