Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa opnað fyrir skráningu á næsta þjálfara- og rekstrarnámskeið sitt, sem fram fer laugardaginn 18. maí næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Rafmenntar að Stórhöfða 27 í Reykjavík.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á þjálfun og rekstri innan rafíþrótta, hvort sem um er að ræða einstaklinga með reynslu eða áhugasama nýliða í greininni.
Stéttarfélög niðurgreiða þátttökugjöld og eru þátttakendur hvattir til að kynna sér rétt sinn til endurgreiðslu hjá sínu stéttarfélagi.
Hægt er að skrá sig og nálgast frekari upplýsingar hér.
Facebook: RÍSÍ – Rafíþróttasamband Íslands