Heim / HRingurinn / Stærsta tölvuleikjamót landsins
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Stærsta tölvuleikjamót landsins

HR-ingurinn, 200 manna tölvuleikjamót, fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina sem ber heitið HR-ingurinn og er það árlegt tölvuleikjamót skipulagt af Tvíund nemendafélagi tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

200 manns eru mættir til að etja kappi í League of Legends, Counter Strike, Starcraft II og fleiri leikjum. Til mikils er að vinna en verðlaun mótsins eru metin á yfir hálfa milljón, segir í fréttatilkynningu frá Tvíund.

Mótið nær hámarki í dag, laugardaginn 11. ágúst en úrslitakeppni hefst síðan á morgun.

Húsið er opið öllum en hægt er að koma og horfa á leikina varpað á stóru tjaldi. CCP verður með kynningu á nýjasta leik sínum Dust 514 og Red Bull mun gefa orkudrykki.

Einnig er hægt er að fylgjast með keppni í Starcraft II og LoL á eftirfarandi straumum á netinu:

Starcraft II : www.twitch.tv/hringurinnsc2
League of Legends : www.twitch.tv/hringurinnlol

Í fréttilkynningu segir að Tvíund hefur alfarið séð um skipulagningu mótsins en þeir hafa notið mikils stuðnings frá CCP, Kísildal, Senu, Sensa og Dominos.

Mynd: Aðsend/Tvíund.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti ...