[show-logos orderby='none' category='0' activeurl='new' style='normal' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='0' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Stjörnuliðin klár fyrir IEM Melbourne – 137 milljónir í verðlaunafé
Auglýsa á esports.is?

Stjörnuliðin klár fyrir IEM Melbourne – 137 milljónir í verðlaunafé

ESL - IEM Melbourne í Counter Strike

ESL hefur tilkynnt þátttakendalista fyrir IEM Melbourne í Counter Strike, sem fer fram dagana 21.-27. apríl 2025 í Rod Laver Arena í Melbourne, Ástralíu. Mótið mun samanstanda af sextán liðum sem keppa í tveimur tvöföldum útsláttarkeppnum, þar sem efstu liðin komast í úrslitakeppnina, að því er fram kemur á HLTV.

Af þessum sextán liðum fengu tíu boð í gegnum alþjóðlega röðun, en sex í gegnum svæðisbundna röðun (VRS) fyrir Ameríku, Asíu og Evrópu. Meðal þátttakenda eru fjögur efstu lið heims: Spirit, Vitality, Natus Vincere og Eternal Fire. FaZe, sem vann IEM Sydney árið 2023, mun einnig taka þátt. Þrjú lið, G2, FURIA og Astralis, höfnuðu boði um þátttöku.
HLTV

Heildarverðlaunafé mótsins er $1.000.000 eða 137.000.000 íslenskum krónum, miðað við gengi í dag.

Hér er listi yfir öll þátttökuliðin:

Spirit (Rússland)
Vitality (Evrópa)
Natus Vincere (Evrópa)
Eternal Fire (Tyrkland)
FaZe (Evrópa)
The MongolZ (Mongólía)
MOUZ (Evrópa)
Liquid (Bandaríkin)
Virtus.pro (Rússland)
GamerLegion (Evrópa)
Falcons (Evrópa)
paiN (Brasilía)
3DMAX (Frakkland)
MIBR (Brasilía)
BIG (Þýskaland)
FlyQuest (Ástralía)

Mótið hefst með riðlakeppni þar sem liðin eru skipt í tvo hópa og keppa í tvöföldum útslætti. Allir leikir verða best af þremur kortum (BO3). Efstu þrjú lið hvers riðils komast í úrslitakeppnina; sigurvegarar riðlanna fara beint í undanúrslit, á meðan liðin í öðru og þriðja sæti fara í fjórðungsúrslit. Úrslitakeppnin verður einfaldur útsláttur með BO3 leikjum, nema úrslitaleikurinn sem verður BO5.

Aðdáendur Counter-Strike geta búist við spennandi keppni þar sem bestu lið heims etja kappi í Ástralíu.

 

Mynd: x.com / ESLCS

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Heldur sigurganga CSS landsliðsins áfram?

Á fimmtudaginn 2. febrúar spilar ...