Seasonalander, árstíðabundið góðgerðar-mót í tölvuleiknum Team Fortress 2, snýr aftur nú með spennandi viðburði sem sameinar skemmtun, samstöðu og stuðning við börn í veikindum.
Viðburðurinn fer fram dagana 5. og 6. apríl og hefur það að markmiði að safna fé til styrktar Starlight Children’s Foundation, samtökum sem vinna að því að létta líf og bataferli inniliggjandi barna á sjúkrahúsum.
Seasonalander er sérstakt Highlander 9v9 mót, þar sem níu manna lið takast á í hinum sívinsæla fjölspilunarskyttu Team Fortress 2.
Mótið hefur verið haldið síðan sumarið 2021 og hefur á þeim tíma safnað yfir 7.300 Bandaríkjadölum (um 1 milljón íslenskra króna) til ýmissa góðgerðarfélaga á borð við Sarcoma Foundation of America, The British Red Cross og The Trevor Project.
Seasonalander has arrived for the Spring of 2025 raising funds for Starlight Children’s Foundation with a current goal of $2,500! Donations are now LIVE on Tiltify! (Links and schedule in replies!) pic.twitter.com/IiXPRCRabG
— Seasonalander (@Seasonalander) April 1, 2025
Á hverju þriðja tímabili mótsins sameinast yfir 72 áhrifavaldar og skemmtikraftar víðsvegar að úr heiminum – allt frá YouTube-stjörnum og teiknurum til Cosplay-listafólks og steamara – og berjast í liðum sem bæði gleðja áhorfendur og safna fé í leiðinni. Liðin skipa þátttakendur aðallega frá Norður-Ameríku og Evrópu.
Kynningarmyndband
Í viðburðinum er stefnan sett á að safna að lágmarki 2.500 Bandaríkjadölum sem renna óskipt til Starlight Children’s Foundation í gegnum fjársöfnunina Tiltify.
Söfnunin mun styðja við verkefni samtakanna, sem meðal annars felast í því að útvega börnum á sjúkrahúsum hlýleg sjúkrahúsgögn, leikföng sem veita huggun og tölvuleiki sem hjálpa börnunum að dreifa huganum frá veikindunum og bjóða þeim öryggi á erfiðum tímum.
Áhorfendur um allan heim geta fylgst með keppninni í beinni útsendingu á Twitch með því að smella hér. Evrópuleikirnir hefjast klukkan 11:30 að austurstrandar tíma (EST) eða 15:30 að íslenskum tíma báða dagana. Norður-Ameríkuviðureignirnar hefjast svo klukkan 19:30 að íslenskum tíma.
Nánari upplýsingar um styrktarsamtökin má finna á heimasíðu Starlight Children’s Foundation. Þá er hægt að leggja söfnuninni lið í gegnum Tiltify-síðuna sem tengd er viðburðinum.
Mynd: x.com /seasonalander