Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) leitar að áhugasömu og ábyrgðarfullu fólki úr samfélaginu til að skipa sérstaka þriggja manna nefnd, sem mun velja næsta Counter-Strike-landslið Íslands.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir þau sem hafa ástríðu fyrir leiknum og vilja hafa áhrif á rafíþróttir á Íslandi
Hlutverk nefndarinnar:
- Velja saman fullmótað landslið sem keppir fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum vettvangi.
- Rýna í reynslu, hæfni og hæfileika umsækjenda.
- Velja þann einstakling sem mun leiða landsliðið áfram.
Hverjir geta boðið sig fram?
- Allir sem hafa áhuga á rafíþróttum, sérstaklega Counter-Strike.
- Einstaklingar með skýra sýn, heiðarleika og vilja til að stuðla að faglegri uppbyggingu innan greinarinnar.
- Þetta er sjálfboðastarf, en mikilvægur þáttur í framtíð íslenskrar landsliðsstarfsemi.
Ferlið:
- Þeir sem vilja bjóða sig fram senda inn stutta kynningu á sjálfum sér (hver þú ert og af hverju þú vilt taka þátt).
- Counter-Strike-samfélagið kýs þrjá einstaklinga úr hópi frambjóðenda.
Senda inn framboð:
- Nafn
- Stutt kynning (100-300 orð)
- Tengsl við rafíþróttir / CS ef við á
Framboð skulu send á [email protected]
Umsóknarfrestur: 14. apríl
Mynd: RÍSÍ – Rafíþróttasamband Íslands