Níunda online mót Íslenska PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) deildarinnar fór fram um helgina og var fullbókað þar sem 18 lið voru skráð í keppnina.
Það voru Kóngarnir sem hreppti fyrsta sætið í þessu skemmtilega, þar sem baráttan um fyrsta sætið var gríðarlega hörð. Í öðru sæti var TEam Iceland og í þriðja voru PNGR.
Nýtt fyrirkomulag tekið upp fyrir næsta mót
PUBG leikjasamfélagið getur byrjað að telja niður því næsta mót sem haldið verður dagana 2. og 9. mars með spennandi nýju fyrirkomulagi. Keppt verður eftir svokölluðu ABC fyrirkomulagi sem markar nýja stefnu í framkvæmd mótsins.
Í fyrstu umferð, sem fer fram sunnudaginn 2. mars, verða öll lið skipt niður í þrjá riðla: A, B og C. Liðin munu svo keppa sín á milli í eftirfarandi leikjum: AvB, AvC og BvC. Þetta þýðir að hvert lið spilar samtals sex leiki þennan dag.
Keppnin hefst kl. 18:00 og engin takmörk eru á fjölda liða sem geta skráð sig, þó að skipuleggjendur vonist til að að minnsta kosti 21 lið taki þátt.
Stigasöfnunin úr þessum riðlum mun ákvarða hvaða 16 efstu lið tryggja sér sæti í úrslitum, sem fara fram sunnudaginn 9. mars. Úrslitakvöldið hefst kl. 20:00 og verður spennandi uppgjör þar sem bestu lið mótsins etja kappi.
Skráning hefst á morgun miðvikudaginn 19. febrúar og verður hlekkur á skráninguna birtur innan tíðar í facebook grúppu Íslenska PUBG samfélagsins.
Skipuleggjendur hvetja alla áhugasama spilara til að skrá sig og taka þátt í þessu nýju fyrirkomulagi.