Næsta PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) online mót fer fram sunnudaginn 6. apríl, og verður það haldið samkvæmt gamla keppnisfyrirkomulaginu.
Mótið samanstendur af sex leikjum, með hámark 18 lið, þar sem fyrstir koma, fyrstir fá.
Skráning á mótið opnar sunnudaginn 16. mars næstkomandi – tryggðu þér sæti í tæka tíð!
Scrim æfingamót 23. mars – Frí þátttaka
Áður en mótið sjálft hefst gefst spilurum tækifæri til að skerpa á leikforminu í Scrim æfingamótinu, sem fer fram 23. mars.
- Frítt að taka þátt.
- Frjáls skráning.
- Skjal fyrir skráningu hér.
Einstaklingar sem eru án liðs eru sérstaklega hvattir til að skrá sig á Mix-listann, sem gerir þeim kleift að finna liðsfélaga fyrir æfingamótið.
Mynd: pubg.com