[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Leikmenn bíða enn eftir peningunum sínum frá stærsta rafíþróttamóti heims
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Leikmenn bíða enn eftir peningunum sínum frá stærsta rafíþróttamóti heims

Esports World Cup 2024

Esports World Cup 2024, sem haldin var í Riyadh, Sádi-Arabíu, var stærsti viðburður sinnar tegundar með 22 rafíþróttatitlum og 60 milljón dala verðlaunafé. Þrátt fyrir umfang og metnað komu upp ásakanir um ógreidd laun til leikmanna, starfsfólks ofl.

Samkvæmt fréttum hafa margir leikmenn og starfsfólk lýst yfir áhyggjum vegna ógreiddra eða ófullnægjandi greiðslna, sem spanna allt frá nokkrum þúsundum upp í sex stafa upphæðir. Greiðsluferlið virtist vera ójafnt, þar sem þekktari leikir og lið fengu greiðslur fyrr, á meðan smærri samtök biðu enn. Leikir eins og Apex Legends, Mobile Legends Bang Bang, Tekken og PUBG Mobile eru meðal þeirra sem hafa lent í greiðsluvandræðum.

Um framkvæmd mótsins sáu: Esports World Cup Foundation sem skipuleggjandi, Savvy Games Group, dótturfélag fjármagnað af Public Investment Fund, og ESL FACEIT Group (EFG) sem framkvæmdaaðili. Margir starfsmenn hafa átt í erfiðleikum með að fá svör varðandi greiðslur sínar og óttast að tjá sig opinberlega vegna áhrifa á framtíðarstarfsmöguleika í rafíþróttum.

Í opinberri yfirlýsingu sagðist Esports World Cup (EWC) vinna að því að leysa þessi mál og að yfir 99 prósent greiðslna hafi þegar verið innt af hendi. Þeir viðurkenndu þó að smávægilegar tafir gætu átt sér stað vegna bankaferla, athugasemdar frá stjórnsýslu eða staðfestingar móttakenda. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu bíða sumir enn eftir greiðslum sínum.

Þessi atvik vekja upp spurningar um gegnsæi og skuldbindingu innan rafíþróttaiðnaðarins, sérstaklega þegar kemur að stórum viðburðum eins og Esports World Cup.

Mynd: esportsworldcup.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Skák tekur stökk yfir í Esports - Metverðlaun í Esports World Cup

Skák tekur stökk yfir í Esports – Metverðlaun í Esports World Cup, en greiðsluvandræði skyggja á mótið

Skák hefur stigið stórt skref ...