
Verðlaunahafar Nordic Game Awards 2025 stilla sér upp á sviði Slagthuset í Malmö að lokinni hátíðlegri verðlaunaafhendingu þann 22. maí. Fjölbreyttur hópur leikjahönnuða af Norðurlöndum fagnaði þar árangri sínum og samstarfi á stærstu leikjaráðstefnu svæðisins.
Verðlaunahátíðin Nordic Game Awards fór fram í gær 22. maí í Slagthuset-húsinu í Malmö í tengslum við leikjaráðstefnuna NG25 Spring, en þar var heiðrað það besta sem norræn leikjaiðnaðurinn hefur upp á að bjóða. Hápunktur kvöldsins var tvímælalaust sigur Machinegames með leik sinn Indiana Jones and the Great Circle, sem hlaut tvenn af aðalverðlaununum: Norræni tölvuleikur ársins og Besta hljóðhönnun.
Verðlaunahátíðin, sem nú fór fram í sautjánda sinn, er einstök á heimsvísu að því leyti að hún beinist eingöngu að tölvuleikjaiðnaðinum á Norðurlöndunum. Hátíðin var haldin í samstarfi við AMD og PR Nordic, en söngkonan, leikkonan og streamer-inn Matilda Smedius stýrði athöfninni af mikilli alúð.
Verðlaunahafar Nordic Game Awards 2025
Norræni tölvuleikur ársins
Indiana Jones and the Great Circle – Machinegames (Svíþjóð)
Norræni tölvuleikur ársins – smærri skjáir
The Holy Gosh Darn – Perfectly Paranormal (Noregur)
Besta myndlist
Miniatures – Other Tales Interactive (Danmörk)
Besta leikjahönnun
Lorelei and the Laser Eyes – Simogo (Svíþjóð)
Besta tækni
Satisfactory – Coffee Stain Studios (Svíþjóð)
Besta hljóðhönnun
Indiana Jones and the Great Circle – Machinegames (Svíþjóð) (Sami trailer og hér að ofan.)
Skemmtun fyrir alla
Snufkin: Melody of Moominvalley – Hyper Games (Noregur)
Besti frumraunaleikur
Mouthwashing – Wrong Organ (Svíþjóð)
Þverfaglegt samstarf og dómnefnd valin úr fimm löndum
Verðlaunin eru skipulögð af Nordic Game Institute í samstarfi við Nordic Game Resources og viðburðateymi Nordic Game. Í fréttatilkynningu Nordic Game Awards segir að í dómnefndinni sátu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Guðjón Leó Guðmundsson frá íslenska leikjafyrirtækinu Bunkhouse Games, sem dæmdi fyrir hönd Íslands.
Aðrar þjóðir áttu eftirfarandi fulltrúa:
Finnland: Jonne Taivassalo – Espoo Game LAB
Svíþjóð: Evelina Ferbrache – Sverok
Danmörk: Lau Eskildsen – Arkaden
Noregur: Andreas Gjøsæther Jensen – Gamer.no
Ísland: Guðjón Leó Guðmundsson – Bunkhouse Games
Nordic Game – leiðandi vettvangur fyrir leikjaiðnaðinn í Evrópu
Ráðstefnan Nordic Game hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem stærsti og mikilvægasti vettvangur fyrir leikjaiðnaðinn á Norðurlöndum. Þúsundir fagaðila koma árlega saman í Malmö til að miðla þekkingu, kynna nýjungar og efla samstarf á milli fyrirtækja í geiranum.
Þessi frétt er unnin upp úr ábendingu frá meðlimi í Facebook-hópnum: Tölvuleikir, mót & fréttir – eSports.is .
Mynd: nordicgame.com