Árlegi viðburðurinn Capsuleer Day fer fram í tuttugasta og annað sinn frá og með 15. apríl. EVE Online leikmenn geta tekið þátt í ýmsum verkefnum, unnið verðlaun og haft áhrif á mikilvæga atburði í New Eden vetrarbrautinni.
Viðburðurinn ber heitið Nexus Reckoning og snýst um baráttuna um ormagöng Drifters. Þar takast fylkingar, könnuðir og bardagamenn á í nýjum og krefjandi átakasvæðum, þar sem verðlaunin bíða þeirra sem þora.
Meðal verðlauna eru SKINs, sérstakir hönnunarhlutir og jafnvel sjaldgæf SoCT skip. Með daglegri innskráningu safna leikmenn bónusum, en þeir sem eru með Omega aðgang geta nálgast helstu verðlaunin frá og með 6. maí.
Viðburðurinn stendur til 15. maí og allir leikmenn fá tækifæri til að láta til sín taka – hvort sem það er í baráttu, könnun, framleiðslu eða viðskiptum.
Allar helstu upplýsingar má nálgast á vefsíðu leiksins: eveonline.com.
Mynd: eveonline.com