Heim / PC leikir / eFótbolti: Hvað og hvernig?
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

eFótbolti: Hvað og hvernig?

Fundur um eFótbolta í höfuðstöðvum KSÍ

KSÍ býður til súpufundar um eFótbolta í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli (3. hæð), í dag fimmtudaginn 26. september kl. 12:15.

Á fundinum mun KSÍ kynna fyrirætlanir á sviði eFótbolta og þau verkefni sem eru framundan, m.a. Íslandsmót og þátttöku landsliðs í mótum á vegum UEFA og FIFA, að því er fram kemur á heimasíðu ksi.is.  Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ) mun kynna sína starfsemi og hvernig samtökin geta aðstoðað félög við uppbyggingu rafíþróttastarfs.  Þá mun rafíþróttadeild Fylkis segja frá sinni reynslu af uppbyggingu deildarinnar.

Viðburðurinn er sýndur í beinni útsendingu á Youtube-rás KSÍ.

Mynd: skjáskot úr útsendingu

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Rafíþróttadeild Fylkis

Rafíþróttadeild Fylkis heldur kynningarfund í nýrri aðstöðu sinni í Fylkisselinu

Mánudaginn 25. nóvember mun Rafíþróttadeild ...