Close Menu
    Nýjar fréttir

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025
    1 2 3 … 245 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Rafíþróttir - Lan-, online mót»Eitt stærsta rafíþrótta­mót heims í Laug­ar­dals­höll
    eSports - Rafíþróttamót - League of Legends Mid-Season Invitational - MSI 2021
    Rafíþróttir - Lan-, online mót

    Eitt stærsta rafíþrótta­mót heims í Laug­ar­dals­höll

    Chef-Jack09.03.2021Uppfært08.06.20253 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    eSports - Rafíþróttamót - League of Legends Mid-Season Invitational - MSI 2021

    Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað.

    Í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu segir að alls munu um fjögur hundruð manns koma til landsins í tengslum við þessi tvö mót sem standa samtals yfir í um fjórar vikur. Keppendur og starfsfólk munu í öllu fylgja gildandi sóttvarnarreglum og fara í sóttkví áður en mótið hefst. Einnig verða sýni tekin reglulega úr gestum til að fyrirbyggja að smit komi upp í hópnum. Riot Games hefur verið í beinu samráði við Embætti landlæknis til þess að tryggja að smitvarnir verði með sem bestu móti.

    Íslandsstofa aðstoðaði Riot Games við að komast í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila hérlendis sem taka þátt í undirbúningi mótsins. Alls mun hópurinn kaupa um 8.000 gistinætur á íslenskum hótelum á þessum tíma, auk þess sem íslenskir þjónustuaðilar munu koma að framkvæmd mótsins. Því er ljóst að um gríðarstórt tækifæri til að kynna Reykjavík sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn er að ræða.

    https://youtu.be/_n3pwNMGKX0

    League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghai í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019.

    Karl Guðmundsson, forstöðumaður úflutnings- og fjárfestingasviðs Íslandsstofu: „Reykjavík var í hópi 15 borga sem sóttust eftir því að halda þetta mót. Áhugi Riot Games á því að halda mótið hér á Íslandi var ljós frá okkar fyrsta fundi með þeim. Það er góður vitnisburður um það hve mikils trausts íslenskt samfélag nýtur að Ísland varð fyrir valinu.”

    John Needham, yfirmaður rafíþróttadeildar Riot Games: „Við erum spennt fyrir að halda mót í jafn fallegu og einstöku landi og Ísland er. Það sýnir ástríðuna fyrir rafíþróttum Riot Games að þær eru spilaðar um allan heim.“

    Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar: „Þetta eru fyrstu góðu fréttirnar sem íslensk ferðaþjónusta hefur fengið í nokkuð langan tíma. Vonandi fyrstu af mörgum, nú þegar reikna má með að markaðir fari að taka við sér í kjölfar bólusetninga.“

    Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. „Rafíþróttir á Íslandi hafa vaxið hratt á undanförnum árum og hefur hluti af verkefnum RÍSÍ verið að koma Íslandi inn á rafíþróttakortið sem spennandi vettvangur fyrir framtíðarhæfileika í rafíþróttum og einstök staðsetning fyrir alþjóðlega rafíþróttaviðburði.

    Það að fá Riot Games til Íslands með tvo af stærstu rafíþróttaviðburðum heims er gífurleg viðurkenning á þessu starfi og leggur grunninn að því að laða til landsins fleiri stóra rafíþróttaviðburði í framtíðinni. Þá er þetta einstakt tækifæri fyrir Ísland að mynda mikilvæg og sterk tengsl við einstaklinga sem leiða þróun atvinnurafíþrótta á heimsvísu. Ég tel að þegar litið verður til baka yfir sögu Íslands mun koma þessara viðburða til landsins standa upp úr sem stórt skref fyrir Ísland inn í stafrænan heim framtíðarinnar“

    Mynd:  lolesports.com

    League of Legends MSI 2021 Ólafur Hrafn Steinarsson Rafíþróttasamtök Íslands Rafíþróttir
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025

    Spennandi lokasprettur í PUBG: OMNI fagnar sigri á síðasta móti vorannar

    03.06.2025

    Nýjungar í Valorant: Endurspilunarkerfi mun breyta rafíþróttaviðburðum – Vídeó

    01.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.