Riot Games hefur kynnt nýja og langþráða viðbót við Valorant – endurspilunarkerfi sem mun gera leikmönnum kleift að endurskoða nýlega leiki sína, greina eigin frammistöðu og betrumbæta leikstíl sinn. Þetta er í fyrsta skipti sem Riot sýnir kerfið opinberlega, og var því gert skil í nýjustu myndbandi fyrirtækisins.
Endurspilunarkerfið verður fyrst aðgengilegt á PC með útgáfu uppfærslu númer 11.06 í september 2025. Fyrir aðrar leikjatölvur, t.d. PlayStation, Xbox osfr. verður þó biðin örlítið lengri, þar sem Riot hefur gefið út að stuðningur fyrir þær verði tiltækur síðar á árinu.
Kerfið leggur áherslu á rafíþróttakeppni (Competitive Mode), þar sem leikmenn geta skoðað hvernig þeir og andstæðingar þeirra léku í nýafstöðnum viðureignum. Þetta gerir leikmönnum kleift að læra af reynslunni, greina leikupplifunina og þróa leikstíl sinn áfram.
Í sama myndbandi upplýsti Riot einnig um spennandi tæknilegar breytingar sem eru á döfinni. Með uppfærslu númer 11.02 í júlí 2025 mun Valorant færast yfir í nýjustu útgáfu Unreal Engine 5. Þetta lofar að bæta fps og hraða við niðurhal uppfærslna, án þess þó að hafa áhrif á útlit eða spilun leiksins sjálfs.
Til að fagna þessum tímamótum munu leikmenn sem skrá sig inn á meðan uppfærslan stendur yfir fá sérstakan „gun buddy“ til minningar um þessa tækniuppfærslu.
Auk þess hyggst Riot grípa til aðgerða til að takast á við algengt vandamál í mótum – svokallað „smurfing“ og reikningamillifærslur. Í því skyni verður innleitt tveggja þátta auðkenning (MFA) sem mun draga úr misnotkun kerfisins og stuðla að sanngjarnara og heilbrigðara leikumhverfi fyrir alla.
Þessar breytingar eru liður í yfirgripsmikilli áætlun Riot til að bæta upplifun leikmanna í Valorant og styrkja samkeppnisumhverfið sem hefur notið mikillar vinsælda. Með innleiðingu endurspilunarkerfisins og nýjum tækniframförum sýnir Riot svo ekki verður um villst vilja sinn til að hlusta á samfélagið og þróa leikinn í takt við þarfir og óskir leikmanna.
Vídeó
Til að fá nánari innsýn í endurspilunarkerfið og aðrar nýjungar í Valorant, geturðu horft á eftirfarandi myndband:
Mynd: playvalorant.com