Close Menu
    Nýjar fréttir

    Guardians of the Wild Sky býður upp á töfrandi ævintýri í stórbrotinni náttúru – Nýr trailer

    14.06.2025

    Nintendo Switch 2 slær sölumet – Á innan við viku voru yfir 3,5 milljón vélar komnar í hendur neytenda

    13.06.2025

    Stellar Blade slær í gegn á Steam – næstvinsælasti PlayStation-leikurinn

    13.06.2025

    MindsEye fær harkalega gagnrýni – Leikmenn fastir í hjartahnoði

    13.06.2025
    1 2 3 … 246 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Tölvuleikir»Gefa fjóra miða á tölvuleikjatónleika í Hörpu
    Nörd Norðursins í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar að gefa tvo miða á tölvuleikjatónleika í Hörpu.
    Tölvuleikir

    Gefa fjóra miða á tölvuleikjatónleika í Hörpu

    Chef-Jack09.09.20242 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    Nörd Norðursins í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar að gefa tvo miða á tölvuleikjatónleika í Hörpu.

    Nörd Norðursins í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar að gefa tvo miða á tölvuleikjatónleika í Hörpu.

    Til að taka þátt er nóg að líka við þessa færslu á facebook og kommenta nafnið þeim tölvuleik sem inniheldur þína uppáhalds tölvuleikjatónlist.

    Um tónleikana

    Tölvuleikir eru gróskumikill og litskrúðugur geiri menningarlífsins þar sem tónlistin leikur oftar en ekki mikilvægt hlutverk. Hún á ríkan þátt í að skapa veröld þar sem leikurinn á sér stað, tónlistin mótar andrúmsloft leiksins og framvindu — og tilfinningalegt ástand spilarans um leið. Tónleikar þar sem sinfóníuhljómsveitir leika þekkta og vinsæla tónlist úr tölvuleikjum hafa notið mikilla vinsælda um allan heim síðustu ár og hafa margir tölvuleikjaunnendur beðið þess með mikilli eftirvæntingu að Sinfóníuhljómsveit Íslands fetaði í þau fótspor.

    Á þessum tölvuleikjatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fer hljómsveitin undir stjórn Eímear Noone með okkur í stórkostlegt ferðalag um fjarlæga framtíð, vandasöm völundarhús, töfraheima og hamfaraveröld í gegnum magnaða tónlist úr tölvuleikjum á borð við, Kingdom Hearts, The Last of Us, Fortnite, Civilisation VI, Resident Evil V, Call of Duty: Modern Warfare III, Hades, Baldur’s Gate: The Dark Alliance II, Fallout IV og Starfield. Þá má nefna að áhrifamikil tónlist úr íslenska tölvuleiknum EVE Online mun einnig hljóma á tónleikum.

    Hin írska Eímear Noone er margverðlaunað tölvuleikjatónskáld og hljómsveitarstjóri sem hefur ekki aðeins samið tónlist við vinsæla tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Overwatch heldur kynnir hún og stjórnar reglulega tölvuleikjatónleikum með mörgum af fremstu sinfóníuhljómsveitum heims.

    Tónleikarnir eru u.þ.b. tvær klst. með tuttugu mínútna hléi.

    Tónleikarnir verða haldnir í Hörpu 13. og 14. september, en hægt er að kaupa miða með því að smella hér.

    Mynd: nordnordursins.is

    Nörd Norðursins nordnordursins.is
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Guardians of the Wild Sky býður upp á töfrandi ævintýri í stórbrotinni náttúru – Nýr trailer

    14.06.2025

    Nintendo Switch 2 slær sölumet – Á innan við viku voru yfir 3,5 milljón vélar komnar í hendur neytenda

    13.06.2025

    Stellar Blade slær í gegn á Steam – næstvinsælasti PlayStation-leikurinn

    13.06.2025

    MindsEye fær harkalega gagnrýni – Leikmenn fastir í hjartahnoði

    13.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.