Close Menu
    Nýjar fréttir

    Battlefield 6 nálgast: EA lofar stórviðburði síðar í sumar

    18.06.2025

    Hideo Kojima rúllar upp framtíð leikja: Death Stranding 2 og OD sýnd í fyrsta sinn

    17.06.2025

    Tölvuleikur bannaður í Hong Kong – spilarar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

    16.06.2025

    Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025

    15.06.2025
    1 2 3 … 248 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Incoming
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Xbox
      • Rafíþróttir
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Fréttabréf
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Tölvuleikir»Indiana Jones leikurinn sigraði tvenn verðlaun á Nordic Game Awards 2025
    Indiana Jones leikurinn sigraði tvenn verðlaun á Nordic Game Awards 2025
    Verðlaunahafar Nordic Game Awards 2025 stilla sér upp á sviði Slagthuset í Malmö að lokinni hátíðlegri verðlaunaafhendingu þann 22. maí. Fjölbreyttur hópur leikjaskapara af Norðurlöndum fagnaði þar árangri sínum og samstarfi á stærstu leikjaráðstefnu svæðisins.
    Tölvuleikir

    Indiana Jones leikurinn sigraði tvenn verðlaun á Nordic Game Awards 2025

    Chef-Jack23.05.2025Uppfært18.06.20253 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Indiana Jones leikurinn sigraði tvenn verðlaun á Nordic Game Awards 2025
    Verðlaunahafar Nordic Game Awards 2025 stilla sér upp á sviði Slagthuset í Malmö að lokinni hátíðlegri verðlaunaafhendingu þann 22. maí. Fjölbreyttur hópur leikjahönnuða af Norðurlöndum fagnaði þar árangri sínum og samstarfi á stærstu leikjaráðstefnu svæðisins.

    Verðlaunahátíðin Nordic Game Awards fór fram í gær 22. maí í Slagthuset-húsinu í Malmö í tengslum við leikjaráðstefnuna NG25 Spring, en þar var heiðrað það besta sem norræn leikjaiðnaðurinn hefur upp á að bjóða. Hápunktur kvöldsins var tvímælalaust sigur Machinegames með leik sinn Indiana Jones and the Great Circle, sem hlaut tvenn af aðalverðlaununum: Norræni tölvuleikur ársins og Besta hljóðhönnun.

    Verðlaunahátíðin, sem nú fór fram í sautjánda sinn, er einstök á heimsvísu að því leyti að hún beinist eingöngu að tölvuleikjaiðnaðinum á Norðurlöndunum. Hátíðin var haldin í samstarfi við AMD og PR Nordic, en söngkonan, leikkonan og streamer-inn Matilda Smedius stýrði athöfninni af mikilli alúð.

    Verðlaunahafar Nordic Game Awards 2025

    Norræni tölvuleikur ársins
    Indiana Jones and the Great Circle – Machinegames (Svíþjóð)

    https://www.youtube.com/watch?v=sq97d1RkdRM

    Norræni tölvuleikur ársins – smærri skjáir
    The Holy Gosh Darn – Perfectly Paranormal (Noregur)

    https://www.youtube.com/watch?v=tH7gOafDjj4

    Besta myndlist
    Miniatures – Other Tales Interactive (Danmörk)

    https://www.youtube.com/watch?v=3Tma3zvYOoM

    Besta leikjahönnun
    Lorelei and the Laser Eyes – Simogo (Svíþjóð)

    Besta tækni
    Satisfactory – Coffee Stain Studios (Svíþjóð)

    https://www.youtube.com/watch?v=Jt4XOPiPJHs

    Besta hljóðhönnun
    Indiana Jones and the Great Circle – Machinegames (Svíþjóð) (Sami trailer og hér að ofan.)

    Skemmtun fyrir alla
    Snufkin: Melody of Moominvalley – Hyper Games (Noregur)

    https://www.youtube.com/watch?v=pWK6XR3RW9E

    Besti frumraunaleikur
    Mouthwashing – Wrong Organ (Svíþjóð)

    https://www.youtube.com/watch?v=rQMCO84f03Y

    Þverfaglegt samstarf og dómnefnd valin úr fimm löndum

    Verðlaunin eru skipulögð af Nordic Game Institute í samstarfi við Nordic Game Resources og viðburðateymi Nordic Game. Í fréttatilkynningu Nordic Game Awards segir að í dómnefndinni sátu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal Guðjón Leó Guðmundsson frá íslenska leikjafyrirtækinu Bunkhouse Games, sem dæmdi fyrir hönd Íslands.

    Aðrar þjóðir áttu eftirfarandi fulltrúa:

    Finnland: Jonne Taivassalo – Espoo Game LAB

    Svíþjóð: Evelina Ferbrache – Sverok

    Danmörk: Lau Eskildsen – Arkaden

    Noregur: Andreas Gjøsæther Jensen – Gamer.no

    Ísland: Guðjón Leó Guðmundsson – Bunkhouse Games

    Nordic Game – leiðandi vettvangur fyrir leikjaiðnaðinn í Evrópu

    Ráðstefnan Nordic Game hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem stærsti og mikilvægasti vettvangur fyrir leikjaiðnaðinn á Norðurlöndum. Þúsundir fagaðila koma árlega saman í Malmö til að miðla þekkingu, kynna nýjungar og efla samstarf á milli fyrirtækja í geiranum.

    Þessi frétt er unnin upp úr ábendingu frá meðlimi í Facebook-hópnum: Tölvuleikir, mót & fréttir – eSports.is .

    Mynd: nordicgame.com

    Arkaden Bunkhouse Games Coffee Stain Studios Espoo Game LAB Gamer.no Hyper Games Indiana Jones and the Great Circle Lorelei and the Laser Eyes MachineGames Miniatures Mouthwashing Nordic Game Awards Other Tales Interactive Perfectly Paranormal Satisfactory Simogo Snufkin: Melody of Moominvalley Sverok The Holy Gosh Darn Wrong Organ
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Battlefield 6 nálgast: EA lofar stórviðburði síðar í sumar

    18.06.2025

    Hideo Kojima rúllar upp framtíð leikja: Death Stranding 2 og OD sýnd í fyrsta sinn

    17.06.2025

    Tölvuleikur bannaður í Hong Kong – spilarar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

    16.06.2025

    Next Level Racing kynnir háþróaðan flughermi með formlegu leyfi frá Microsoft Flight Simulator

    15.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    Mest lesið
    • Hong Kong bannar tölvuleik með tilvísun í lög um þjóðaröryggi – leikurinn sagður hvetja til aðskilnaðar og valdaráns - Reversed Front: Bonfire
      Tölvuleikur bannaður í Hong Kong – spilarar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
      16.06.2025
    • Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025
      Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025
      15.06.2025
    • Hideo Kojima rúllar upp framtíð leikja: Death Stranding 2 og OD sýnd í fyrsta sinn
      Hideo Kojima rúllar upp framtíð leikja: Death Stranding 2 og OD sýnd í fyrsta sinn
      17.06.2025
    • Battlefield 6 nálgast: EA lofar stórviðburði síðar í sumar
      Battlefield 6 nálgast: EA lofar stórviðburði síðar í sumar
      18.06.2025
    • MindsEye fær harkalega gagnrýni – Leikmenn fastir í hjartahnoði
      MindsEye fær harkalega gagnrýni – Leikmenn fastir í hjartahnoði
      13.06.2025
    Leikjarýni í vinnslu

    17. júní 2025 – Run Pizza Run
    (Leikjarýnin lítur dagsins ljós á næstu dögum.)

    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.