Heim / Lan-, online mót / Ísland tapaði í KoN eina ferðina enn – Vídeó
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Ísland tapaði í KoN eina ferðina enn – Vídeó

King of Nordic í Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO)

kruzer í ham

Í gær fór fram viðureign á milli Íslands og Noregs þar sem Warmonkeys kepptu fyrir hönd Íslands í sjöttu umferð online mótsins King of Nordic í Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO).  Því miður tapaði Ísland og er Íslenska CS:GO samfélagið byrjað að örvænta, en Ísland tapaði t.a.m. öllum leikjum á seinasta tímabili.

Warmonkeys lineup.

Warmonkeys eru enn í smá basli með að fínpússa liðið eftir að nýr leikmaður kom í lineup þeirra hann th0rsteinnf.  Þetta höfðu Warmonkeys að segja um leikinn:

“Góður leikur við Norðmenn sem þeir tóku í 2x framlengingu. Vissulega svekkjandi að tapa þessum blessaða KoN leik enn einu sinni, en við trúum því að við stefnum í rétta átt. Overpass er borð sem við erum ekki enn búnir að fara í gegnum með th0rsteinif svo eins og sást vorum við fyrst og fremst að spila á hittni frekar en alvöru kerfi.”

Hér að neðan eru nokkrir hápunktar frá leiknum:

kruzer – 3 M4A4 kills

ofvirkur sýnir AWP skillz

peterr snillingur með 4 M4A1-S kills

 

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

KING OF NORDIC - 17. febrúar 2017

Finnland sigraði KON – Stórleikur hjá Tótavaktinni

Í gærkvöldi fór fram norðurlanda ...