Heim / Console leikir / Warmonkeys nælir sér í thorsteinnF
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Warmonkeys nælir sér í thorsteinnF

Tilkynning frá Warmonkeys um nýjan leikmann

“Þessi drengur hefur sannað sig í íslensku senunni með frábærum árangri á hverju móti sem hann hefur tekið þátt í. Hann hefur verið lykilmaður í sínu fyrra liði, kærar þakkir fyrir að gefa honum tækifæri og reynslu í CS á háu leveli.

Hann endaði sem topp spilarinn á ebot stats eftir síðasta Tudda svo það var ekki nema von að við fórum á eftir honum. Við teljum að hann styrki liðið talsvert frá Tuddanum og stefnum við á að komast í sama form og við vorum í.

Það er okkur heiður að kynna til leiks………. th0rsteinnf.

th0rsteinnf er mjög stoltur af því að fá að spila með besta liði landsins að hans mati. Hann hlakkar til að takast á við verkefnin sem eru framundan. Á þessu tímabili ætlum við okkur að komast upp úr ESEA MAIN og cevo Main sem við vorum svo nálægt á síðasta tímabili, ásamt því að vinna öll íslensk mót.

Hann er næstum 17 ára drengur sem er ótrúlega hittinn og með mikið game sense. Við erum allir sammála því að við viljum alls ekki mæta honum í clutchi.

Kærar þakkir Panda-menn fyrir að ala hann vel upp og vera algjörir herramenn yfir því að við fórum á eftir honum.”

 

Tekið af facebook-síðu Warmonkeys Iceland

Við hjá esports.is óskum Warmonkeys og thorsteinnF til hamingju.

Um TurboDrake

Það þarf vart að kynna CS goðsögnina TurboDrake, en hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á keppnum og hefur mikla ástríðu á CS leiknum. Hægt er að hafa samband við TurboDrake á netfangið [email protected]

Svara

x

Check Also

Warmonkeys lineup.

Ísland mætir Noreg í King of Nordic!

Ísland spilar á móti Noreg ...