PUBG Esports hefur tilkynnt glænýja mótaröð sem kallast PUBG Players Tour, sem nær til Evrópu, Miðausturlanda og Afríku (EMEA) auk Ameríkuríkjanna.
Þessi nýja keppni býður upp á heildarverðlaunafé upp á 139.000 bandaríkjadali (tæp 20 milljónir ísl kr.) í hvoru svæði fyrir sig og býður leikmönnum tækifæri til að taka þátt í skipulögðum mótum og skara fram úr í PUBG heiminum.
Skipulag keppninnar
PUBG Players Tour er sett upp í þremur meginviðburðum, sem saman mynda stigskiptan vettvang fyrir leikmenn sem vilja keppa á hæsta stigi:
- PUBG Players Scrims – Reglulegir æfingaleikir sem haldnir eru allt að fjórum sinnum í viku. Þátttakendur geta skráð sig í þessa leiki til að æfa sig gegn öðrum keppendum. Ef einstaklingur er ekki með lið getur skipuleggjandi aðstoðað við að finna liðsfélaga.
- PUBG Players Cups – Vikulegar keppnir þar sem bestu liðin úr Scrims, auk boðinna liða, keppa sín á milli um verðlaunafé og stig. Þessar keppnir veita bestu liðunum sæti í stærri viðburðum eins og Masters og Super Cups.
- PUBG Players Masters & Super Cups – Stærstu viðburðirnir í mótaröðinni, þar sem hæstu verðlaunaféð er í boði. Til að komast í þessa viðburði þurfa lið að ná topp átta sætunum í PUBG Players Cups.
TPP-fyrirkomulag?
Keppnin verður að öllum líkindum í TPP-fyrirkomulagi (Third-Person Perspective), en þar sem það er ekki sérstaklega nefnt í tilkynningu, ætti það að skýrast í skráningarferlinu.
Dagsetningar fyrir fyrstu mánuði keppninnar
Fyrstu mótin í PUBG Players Tour hefjast í mars 2025 og verða þau skipulögð með eftirfarandi hætti:
- PUBG Players Scrims: 17.-20. mars, 31. mars – 3. apríl, 14.-17. apríl, 21.-24. apríl, 12.-15. maí, 19.-22. maí, 6.-9. júní, 23.-26. júní, 7.-10. júlí, 14.-17. júlí.
- PUBG Players Cups: 24.-25. mars, 5.-6. apríl, 19.-20. apríl, 26.-27. apríl, 17.-18. maí, 24.-25. maí, 11.-12. júní, 28.-29. júní, 12.-13. júlí, 19.-20. júlí.
- PUBG Players Masters & Super Cups: Masters: 11.-13. apríl, Super Cup: 9.-11. maí, Super Cup: 30. maí – 1. júní, Masters: 4.-6. júlí, Super Cup: 28.-30. júlí.
Keppni fram á haustið
Mótahald PUBG Players Tour mun halda áfram af svipuðum krafti út árið 2025, með viðburðum á tveggja til þriggja vikna fresti. Nákvæmt skipulag fyrir seinni hluta ársins verður tilkynnt síðar, en keppnin stendur yfir fram í nóvember.
Hverjir geta tekið þátt?
Skráning í keppnina er opin öllum leikmönnum frá EMEA (Ísland er hluti af EMEA (Evrópa, Miðausturlönd og Afríka) og Ameríku, að því tilskildu að þeir séu 16 ára eða eldri. Þetta er frábært tækifæri fyrir efnilega leikmenn til að keppa á skipulögðum vettvangi og sýna hæfileika sína í PUBG keppnisleik.
Með þessari nýju mótaröð ætlar PUBG Esports að styrkja keppnisflóru leiksins og veita nýjum og reyndum leikmönnum vettvang til að spreyta sig á móti bestu PUBG spilurum heims.
Skráning
Til að skrá þig til þátttöku í PUBG Players Tour fyrir EMEA-svæðið (Evrópu, Miðausturlönd og Afríku), getur þú fylgt þessum skrefum:
- Farðu á pubgesports.com: Smelltu á PUBG Players Tour – Sign up for EMEA Scrims til að hefja skráningarferlið.
- Skráðu þig inn eða búðu til aðgang: Ef þú ert ekki þegar með aðgang hjá PUBG Esports, þarftu að stofna einn. Þetta felur venjulega í sér að gefa upp netfang, notandanafn og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
- Fylltu út skráningarformið: Gefðu upp nauðsynlegar upplýsingar, svo sem leikmannsnafn, liðsheiti (ef við á) og staðfestu að þú sért 16 ára eða eldri.
- Staðfestu skráningu: Eftir að hafa fyllt út formið, staðfestu skráninguna þína. Þú gætir fengið staðfestingarpóst með frekari leiðbeiningum.
Mikilvægt er að fylgjast reglulega með tölvupóstinum þínum og opinberum tilkynningum frá PUBG Esports til að vera upplýstur um næstu skref og tímasetningar fyrir mótin.
Ætlar þitt lið að taka þátt?
Endilega leyfið eSports.is að fylgjast með og látið vita hvernig gengur með skráninguna!