Close Menu
    Nýjar fréttir

    Tölvuleikur bannaður í Hong Kong – spilarar eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi

    16.06.2025

    Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025

    15.06.2025

    Next Level Racing kynnir háþróaðan flughermi með formlegu leyfi frá Microsoft Flight Simulator

    15.06.2025

    Guardians of the Wild Sky býður upp á töfrandi ævintýri í stórbrotinni náttúru – Nýr trailer

    14.06.2025
    1 2 3 … 247 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Fréttabréf
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Rafíþróttir - Lan-, online mót»Íslenskur Starcraft spilari á meðal þeirra bestu – Flytur í progaming hús í Sviss
    Kaldi
    Rafíþróttir - Lan-, online mót

    Íslenskur Starcraft spilari á meðal þeirra bestu – Flytur í progaming hús í Sviss

    Chef-Jack21.05.20133 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    Kaldi svissTölvuleikjasamtökin Infused voru stofnuð í desember 2005 og á þessu 8 ára tímabili þ.e. fram til dagsins í dag hafa samtökin náð gríðarlegum góðum árangri og tekið þátt í fjölmörgum mótum og eru talin ein virtustu samtök í tölvuleikjaheiminum. Infused sér um að halda utan um nokkur lið t.a.m. sem keppa í Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO), League of Legends (LoL), ShootMania og Starcraft 2.

    Það var síðan í mars s.l. sem að vel þekkti íslenski Starcraft 2 spilarinn Kaldi sem slóst í hópinn með Infused, en við forvitnuðumst aðeins hvernig hefur gengið hjá Kalda og hvað framundan er hjá Infused.

    Hvernig kom það til að þú komst í Infused?
    Infused voru nýbúnir að skrifa undir samning hjá TT Esports og voru að leita að spilurum fyrir starcraft liðið. Ég hafði verið að spila vel og þekkti nokkra þeirra þannig þetta bara small saman.

    Segðu okkur aðeins frá helstu mótum sem þú hefur keppt í og í hvaða sæti lentir þú?
    Fyrsta mótið mitt alþjóðlega mótið mitt var opna breska í lok mars 2013, var það haldið í Telford, Englandi.

    i48 Qualifier = 1-8unda og sæti í Finals

    ESET UK Masters

    Kaldi
    Kaldi

    Mouz Marine 1-2
    Dignitas Ourk 2-0
    Roar Phamut 2-0
    Dignitas Tefel 0-2
    Axiom Crank 0-2

    Endaði í fjórða sæti riðilsins (13-15 sæti í mótinu) með score-ið 5-6, einum leik frá því að komast í playoffs (þar sem að peningurinn byrjar).

    Hvaða mót eru framundan?
    Það er mikið að gerast í sumar, ég fer á Dreamhack summer mótið í Svíþjóð í júní, Wcs Europe í ágúst og ESET uk Masters í Bretlandi í lok ágúst.

    Hvað eru þín helstu framtíðarplön í herbúðum Infused?
    Ég er á samning hjá Infused út ágúst þannig ég verð að minnsta kosti hjá þeim út þann tíma. Þeir hafa sagt mér að þeir hafi áhuga á öðrum samning eftir það en held að það sé bara best að taka stöðuna þá og sjá hvað er í boði.

    Ertu að æfa þig mikið og hvernig fara fram slíkar æfingar, hjálpist þið að, deilið strategies á milli ykkar osfr.?
    Ég var að koma úr prófum þannig náði ekki að æfa mig jafn mikið og ég hefði viljað undanfarið. Æfingarnar ganga þannig fyrir sig að við förum yfir strategíur á skype, prófum hvernig þær virka gegn öðrum strategíum og reynum að finna hvað er best í hverri stöðu, spilararnir eru mjög mismunandi í liðinu sumir mikið fyrir það að æfa aðrir meira útaf fyrir sig. Annars ganga æfingar hjá mér ca 60% útá að spila, reyna að bæta hraða og nákvæmni og 40% að læra og stúdera nýjar strategíur.

    Á leið til Sviss
    Kaldi er á leið til Sviss þar sem hann kemur til með að æfa á fullu í húsi MyInsanity í júní, júlí og ágúst í litlum bæ 10 mínútur fyrir utan Bern með tveimur kóreubúum og fjórum evrópubúum. eSports.is kemur til með að fylgjast vel með Kalda og flytja ykkur fréttir um velgengni hans hjá Infused.

    Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að skoða húsið sem að Kaldi kemur til með að æfa sig í næstu þrjá mánuði:

    Mynd: Skjáskot úr myndbandi

    Bern DreamHack Infused íslenskur kaldi MyInsanity ShootMania spilari Starcraft 2 sviss swiss Telford
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Cristiano Ronaldo verður alþjóðlegur talsmaður Esports World Cup 2025

    15.06.2025

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025

    Spennandi lokasprettur í PUBG: OMNI fagnar sigri á síðasta móti vorannar

    03.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.