Heim / Lan-, online mót / Íslenskur Starcraft spilari á meðal þeirra bestu – Flytur í progaming hús í Sviss
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Íslenskur Starcraft spilari á meðal þeirra bestu – Flytur í progaming hús í Sviss

Kaldi svissTölvuleikjasamtökin Infused voru stofnuð í desember 2005 og á þessu 8 ára tímabili þ.e. fram til dagsins í dag hafa samtökin náð gríðarlegum góðum árangri og tekið þátt í fjölmörgum mótum og eru talin ein virtustu samtök í tölvuleikjaheiminum. Infused sér um að halda utan um nokkur lið t.a.m. sem keppa í Counter-Strike: Global Offensive (CS:GO), League of Legends (LoL), ShootMania og Starcraft 2.

Það var síðan í mars s.l. sem að vel þekkti íslenski Starcraft 2 spilarinn Kaldi sem slóst í hópinn með Infused, en við forvitnuðumst aðeins hvernig hefur gengið hjá Kalda og hvað framundan er hjá Infused.

Hvernig kom það til að þú komst í Infused?
Infused voru nýbúnir að skrifa undir samning hjá TT Esports og voru að leita að spilurum fyrir starcraft liðið. Ég hafði verið að spila vel og þekkti nokkra þeirra þannig þetta bara small saman.

Segðu okkur aðeins frá helstu mótum sem þú hefur keppt í og í hvaða sæti lentir þú?
Fyrsta mótið mitt alþjóðlega mótið mitt var opna breska í lok mars 2013, var það haldið í Telford, Englandi.

i48 Qualifier = 1-8unda og sæti í Finals

ESET UK Masters

Kaldi

Kaldi

Mouz Marine 1-2
Dignitas Ourk 2-0
Roar Phamut 2-0
Dignitas Tefel 0-2
Axiom Crank 0-2

Endaði í fjórða sæti riðilsins (13-15 sæti í mótinu) með score-ið 5-6, einum leik frá því að komast í playoffs (þar sem að peningurinn byrjar).

Hvaða mót eru framundan?
Það er mikið að gerast í sumar, ég fer á Dreamhack summer mótið í Svíþjóð í júní, Wcs Europe í ágúst og ESET uk Masters í Bretlandi í lok ágúst.

Hvað eru þín helstu framtíðarplön í herbúðum Infused?
Ég er á samning hjá Infused út ágúst þannig ég verð að minnsta kosti hjá þeim út þann tíma. Þeir hafa sagt mér að þeir hafi áhuga á öðrum samning eftir það en held að það sé bara best að taka stöðuna þá og sjá hvað er í boði.

Ertu að æfa þig mikið og hvernig fara fram slíkar æfingar, hjálpist þið að, deilið strategies á milli ykkar osfr.?
Ég var að koma úr prófum þannig náði ekki að æfa mig jafn mikið og ég hefði viljað undanfarið. Æfingarnar ganga þannig fyrir sig að við förum yfir strategíur á skype, prófum hvernig þær virka gegn öðrum strategíum og reynum að finna hvað er best í hverri stöðu, spilararnir eru mjög mismunandi í liðinu sumir mikið fyrir það að æfa aðrir meira útaf fyrir sig. Annars ganga æfingar hjá mér ca 60% útá að spila, reyna að bæta hraða og nákvæmni og 40% að læra og stúdera nýjar strategíur.

Á leið til Sviss
Kaldi er á leið til Sviss þar sem hann kemur til með að æfa á fullu í húsi MyInsanity í júní, júlí og ágúst í litlum bæ 10 mínútur fyrir utan Bern með tveimur kóreubúum og fjórum evrópubúum. eSports.is kemur til með að fylgjast vel með Kalda og flytja ykkur fréttir um velgengni hans hjá Infused.

Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að skoða húsið sem að Kaldi kemur til með að æfa sig í næstu þrjá mánuði:

Mynd: Skjáskot úr myndbandi

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Eru hryðjuverk í gangi á servernum þínum?… engar áhyggjur hér er lausnin

Margir Minecraft spilarar hafa oft ...