[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count
Nýr þáttur alla miðvikudaga

Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

Leikjaframleiðandinn Sky Games býður spilurum í nýjan og spennandi bardaga í Make It Count – fjölspilunar-skotleik. Leikurinn blandar saman Top-down (Með sjónarhorni sem minnir á Diablo-leiki, roguelite-stíl og áherslu á samvinnu fyrir allt að þrjá leikmenn.

Þeir sem taka sér hlutverk eftirlifenda í Make It Count takast á við ógn sem stafar af afskræmdum og yfirnáttúrulegum óvættum sem hafa lagt jörðina undir sig – verum sem minna helst á uppvakninga. Til að lifa af þarf að safna búnaði, takast á við fjölbreytt verkefni og vanda hverja ákvörðun – því skotfæri eru ekki endalaus og dauðinn getur leynst á næsta horni.

Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

Endurspilun og samvinna í forgrunni

Leikurinn er byggður á breytilegum kortum þar sem leiðir, verkefni raðast upp af handahófi í hverri umferð. Það tryggir að engin tvö spil eru eins – og býður upp á fjölbreyttar leiðir til að nálgast baráttuna. Þó að leikurinn hafi haft ákveðna heildarmynd og flæði, hefði persónulegri spilun reynst auðveldari ef hægt væri að halda áfram þar sem maður datt út. Að þurfa sífellt að byrja frá byrjun var ekki alveg minn tebolli – en það er hluti af áskoruninni sem fylgir roguelite.

Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

Skotfæri og átök við ólíka óvini

Einn af kjarnaþáttum leiksins er takmörkuð notkun á skotfærum. Þó þau séu ekki endilega af mjög skornum skammti, þarf að forgangsraða notkun þeirra. Oftar en einu sinni varð ég uppiskroppa með skot og neyddist til að grípa til aukavopn, eins og skammbyssu sem olli minni skaða – sérstaklega gegn hörðustu uppvakningunum. Þessi þáttur ýtir undir taktíska hugsun en gæti nýst betur með aðeins opnari dreifingu á skotfærum.

Takmörkuð sýn eykur spennuna

„Fog of War“ eða svokölluð þokuslæð gerir leikupplifunina ófyrirsjáanlega og spennuþrungna. Leikmaður sér aðeins takmarkað fram fyrir sig og hættan getur skotið upp kollinum fyrirvaralaust. Þessi þáttur krefst þess að leikmenn haldi sig saman og vandi til verka, sérstaklega þegar farið er inn á ný svæði eða þegar stórir óvinahópar láta til sín taka.

Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

HUB-svæði – uppfæra persónur og vopn

Utan bardagasvæða geta leikmenn dvalið í svokölluðu HUB-svæði, þar sem hægt er að uppfæra bæði persónur og vopn. Þar má einnig hanna og skreyta rýmið eftir eigin höfði.

Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

Samantekt

Make It Count er metnaðarfullur og ákaflega aðgengilegur roguelite-skotleikur með áherslu á samvinnu. Þó að ég persónulega hafi saknað þess að geta haldið áfram þar sem frá var horfið – frekar en að hefja leikinn alltaf upp á nýtt – þá heldur hann dampi með fjölbreyttum verkefnum og spennandi óvissuþáttum.

Grafíkin er þokkaleg og leikurinn keyrir vel, en með betri dreifingu á skotfærum hefði bardagaþátturinn fengið enn meiri dýpt og sveigjanleika.

Leikurinn kemur út á Steam þann 19. maí 2025.

Ég fékk leikinn án endurgjalds gegnum Keymailer.co. Rýnin er byggð á minni eigin reynslu og birting hennar er án utanaðkomandi áhrifa.

Myndir: skjáskot úr leik – Gif myndir eru frá leikjahönnuði Make It Count

Um Chef-Jack

Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Avowed

Avowed fær lofsamlega umsögn frá Nörd Norðursins

Obsidian Entertainment hefur löngum verið ...