Heim / Lan-, online mót / Mútur og vesen í online móti hjá Íslenska SC2 samfélaginu
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Mútur og vesen í online móti hjá Íslenska SC2 samfélaginu

Starcraft 2Á miðvikudaginn 5. júní hefst online mót hjá Íslenska StarCraft 2 samfélaginu og komast 32 spilarar í mótið og er fyrirkomulagið í skráningunni, fyrstur kemur fyrstur fær.  Núna eru 18 spilarar skráðir í mótið og keppnisfyrirkomulag er bo3 eða sá sigrar sem er undan að vinna tvo leiki og undanúrslit og úrslit verða á fimmtudeginum 6. júní klukkan 20:00.

“Eins og staðan er núna er Kaldi sc2_zerg líklegastur, en það eru samt margir spilarar á Íslandi sem geta unnið hann en það er einsog oft áður að menn eru hálf hræddir að takast á við aðra Íslendinga og vilja helst vera bara inn í skáp heima hjá sér og spila ladder og þora ekki út úr honum”, sagði turboDrake mótskipuleggjandi í samtali við eSports.is aðspurður um hverjir þrír eru sigurstranglegastir á mótinu.

“Annað og þriðja sætið getur farið þannig að ef Gaulzi sc2_protoss tekur þátt þá ætti hann að geta verið í top 3, Zarahtra sc2_terran er mjög góður terran spilari ásamt ignite og nykur er náttúrulega með þetta í æðunum, sjálfur (innskot fréttamanns: turboDrake sc2_protoss) hef ég verið að æfa mig.  En einsog ég segi þá vantar þarna t.d Chrobbus sc2_terran , dreza sc2_terran, smung sc2_zerg, Baharott sc2_terran, Awesome sc2_protoss, sazu sc2_protoss, Sennap sc2_terran, shake sc2_protoss, navi sc2_terran, kit sc2_zerg, Haraldz sc2_terran, Mangobaldwin sc2_protoss og Gaulzi sc2_protoss, á góðum degi eru þetta allt menn sem geta unnið alla þá sem eru skráðir”.

“En það er alveg óþolandi að það væla allir um hvenær næsta mót verður og eru spenntir fyrir því, en svo þegar mótið nálgast ég þarf að draga þessa spilara í mótið með allskonar mútum og veseni”, sagði turboDrake að lokum.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Kaldi kominn í Fnatic

Samtökin Fnatic hefur tilkynnt tvo ...