[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Nýi Assassin’s Creed-leikurinn vekur athygli – og deilur: Blökkumaður sem japanskur samúraí
Auglýsa á esports.is?

Nýi Assassin’s Creed-leikurinn vekur athygli – og deilur: Blökkumaður sem japanskur samúraí

FightinCowboy

„Engin þolinmæði fyrir rasísk viðhorf,“ sagði FightinCowboy eftir að athugasemdir helltust yfir rásina hans.

Það er fátt sem vekur jafn miklar tilfinningar á netinu og vinsæl leikjasería með nýja nálgun. Tölvuleikjafyrirtækið Ubisoft gaf út nýverið (20. mars s.l.) næsta kafla í Assassin’s Creed-seríunni, sem ber nafnið Shadows, og að þessu sinni færist leikurinn til Japan á tímum samúræja og ninja.

En það sem flestir virðast tala um er ekki glæsileg grafíkin eða ný tækni – heldur Yasuke, einn af tveimur aðalpersónum leiksins. Yasuke er blökkumaður sem kom til Japans á 16. öld og varð samúraí í þjónustu Oda Nobunaga, eins áhrifamesta leiðtoga þess tíma.

Þó að margir fögnuðu þessari sögulegu og óvenjulegu persónu í aðalhlutverki, blossaði jafnframt upp gagnrýni á samfélagsmiðlum. Sumir gagnrýndu ákvörðun Ubisoft um að hafa ekki hefðbundna japanska karlhetju sem aðalpersónu – og töldu Yasuke ekki eiga heima í slíkum leik.

Stærra samhengi en bara tölvuleikur

Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fjöldi leikmanna og sagnfræðinga stigu fram og vörðu Yasuke – bæði sem raunverulega persónu og sem spennandi val í leikjasögu. Umræðan á samfélagsmiðlum eru í senn fræðandi og fyndin, þar sem margir tóku til sinna ráða við að leiðrétta rangfærslur og gera grín að þeim sem mótmæltu fjölbreytileikanum.

Leikurinn leyfir spilurum að velja á milli Yasuke og Naoe, japanskrar ninjukonu. Þótt umfjöllun um tölvuleiki sé ekki daglegt brauð á Íslandi, má segja að saga Yasuke og viðbrögðin við honum endurspegli stærra samhengi: Hvernig stórir miðlar – hvort sem það eru tölvuleikir, kvikmyndir eða bókmenntir – takast á við fjölbreytileika og nýja sýn á fortíðina. Og eins og svo oft áður, eru það ekki bara sögurnar sjálfar sem eru áhugaverðar – heldur líka hvernig fólk bregst við þeim.

„Hypjið ykkur héðan“ – YouTube-stjarnan FightinCowboy sendir skýr skilaboð

FightinCowboy er vinsæll bandarískur YouTube-spilari sem sérhæfir sig í walkthroughs, soulslike-leikjum og ítarlegu leikjarýni. Hann hefur byggt upp stóran og tryggan fylgjendahóp með um 1.5 milljónum áskrifenda og er þekktur fyrir yfirvegaðan, fræðandi og skýran stíl.

Í nýlegu myndbandi þar sem hann fjallaði um tilkynningu Assassin’s Creed Shadows, tók hann hart á rasískum athugasemdum sem höfðu birst í athugasemdakerfi hans. Þar á meðal voru kvartanir frá áhorfendum sem gerðu lítið úr því að blökkumaður – Yasuke – væri aðalpersóna í leik sem gerist í feudal-Japan.

Cowboy brást harðlega við og sagði skýrt að hann hefði enga þolinmæði fyrir slíkan málflutning og að fólk sem væri ósátt við fjölbreytileikann mætti „bara hypja sig“. Hann bætti við að rasísk ummæli myndu einfaldlega leiða til þess að viðkomandi yrði bannaður af rásinni. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að þetta væri raunveruleg saga sem væri verðug þess að vera sögð og hvatti fylgjendur sína til að fræðast frekar um Yasuke, frekar en að leggjast í fordóma eða sögufölsun.

Viðbrögð hans hafa fengið mikið lof á netinu, þar sem margir telja mikilvægt að áhrifavaldar í leikjasamfélaginu sýni fordómum engan afslátt og standi með fjölbreytileikanum.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Kingdom Come: Deliverance 2 - 2 milljón eintök á tveimur vikum

Kingdom Come: Deliverance 2 – 2 milljón eintök á tveimur vikum

Kingdom Come: Deliverance 2 hefur ...