Close Menu
    Nýjar fréttir

    Nintendo Switch 2 slær sölumet – Á innan við viku voru yfir 3,5 milljón vélar komnar í hendur neytenda

    13.06.2025

    Stellar Blade slær í gegn á Steam – næstvinsælasti PlayStation-leikurinn

    13.06.2025

    MindsEye fær harkalega gagnrýni – Leikmenn fastir í hjartahnoði

    13.06.2025

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025
    1 2 3 … 246 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Tölvuleikir»Nýi Assassin’s Creed-leikurinn vekur athygli – og deilur: Blökkumaður sem japanskur samúraí
    FightinCowboy
    „Engin þolinmæði fyrir rasísk viðhorf,“ sagði FightinCowboy eftir að athugasemdir helltust yfir rásina hans.
    Tölvuleikir

    Nýi Assassin’s Creed-leikurinn vekur athygli – og deilur: Blökkumaður sem japanskur samúraí

    Chef-Jack27.03.20253 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    FightinCowboy
    „Engin þolinmæði fyrir rasísk viðhorf,“ sagði FightinCowboy eftir að athugasemdir helltust yfir rásina hans.

    Það er fátt sem vekur jafn miklar tilfinningar á netinu og vinsæl leikjasería með nýja nálgun. Tölvuleikjafyrirtækið Ubisoft gaf út nýverið (20. mars s.l.) næsta kafla í Assassin’s Creed-seríunni, sem ber nafnið Shadows, og að þessu sinni færist leikurinn til Japan á tímum samúræja og ninja.

    En það sem flestir virðast tala um er ekki glæsileg grafíkin eða ný tækni – heldur Yasuke, einn af tveimur aðalpersónum leiksins. Yasuke er blökkumaður sem kom til Japans á 16. öld og varð samúraí í þjónustu Oda Nobunaga, eins áhrifamesta leiðtoga þess tíma.

    Þó að margir fögnuðu þessari sögulegu og óvenjulegu persónu í aðalhlutverki, blossaði jafnframt upp gagnrýni á samfélagsmiðlum. Sumir gagnrýndu ákvörðun Ubisoft um að hafa ekki hefðbundna japanska karlhetju sem aðalpersónu – og töldu Yasuke ekki eiga heima í slíkum leik.

    Stærra samhengi en bara tölvuleikur

    Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Fjöldi leikmanna og sagnfræðinga stigu fram og vörðu Yasuke – bæði sem raunverulega persónu og sem spennandi val í leikjasögu. Umræðan á samfélagsmiðlum eru í senn fræðandi og fyndin, þar sem margir tóku til sinna ráða við að leiðrétta rangfærslur og gera grín að þeim sem mótmæltu fjölbreytileikanum.

    Leikurinn leyfir spilurum að velja á milli Yasuke og Naoe, japanskrar ninjukonu. Þótt umfjöllun um tölvuleiki sé ekki daglegt brauð á Íslandi, má segja að saga Yasuke og viðbrögðin við honum endurspegli stærra samhengi: Hvernig stórir miðlar – hvort sem það eru tölvuleikir, kvikmyndir eða bókmenntir – takast á við fjölbreytileika og nýja sýn á fortíðina. Og eins og svo oft áður, eru það ekki bara sögurnar sjálfar sem eru áhugaverðar – heldur líka hvernig fólk bregst við þeim.

    „Hypjið ykkur héðan“ – YouTube-stjarnan FightinCowboy sendir skýr skilaboð

    FightinCowboy er vinsæll bandarískur YouTube-spilari sem sérhæfir sig í walkthroughs, soulslike-leikjum og ítarlegu leikjarýni. Hann hefur byggt upp stóran og tryggan fylgjendahóp með um 1.5 milljónum áskrifenda og er þekktur fyrir yfirvegaðan, fræðandi og skýran stíl.

    Í nýlegu myndbandi þar sem hann fjallaði um tilkynningu Assassin’s Creed Shadows, tók hann hart á rasískum athugasemdum sem höfðu birst í athugasemdakerfi hans. Þar á meðal voru kvartanir frá áhorfendum sem gerðu lítið úr því að blökkumaður – Yasuke – væri aðalpersóna í leik sem gerist í feudal-Japan.

    Cowboy brást harðlega við og sagði skýrt að hann hefði enga þolinmæði fyrir slíkan málflutning og að fólk sem væri ósátt við fjölbreytileikann mætti „bara hypja sig“. Hann bætti við að rasísk ummæli myndu einfaldlega leiða til þess að viðkomandi yrði bannaður af rásinni. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að þetta væri raunveruleg saga sem væri verðug þess að vera sögð og hvatti fylgjendur sína til að fræðast frekar um Yasuke, frekar en að leggjast í fordóma eða sögufölsun.

    Viðbrögð hans hafa fengið mikið lof á netinu, þar sem margir telja mikilvægt að áhrifavaldar í leikjasamfélaginu sýni fordómum engan afslátt og standi með fjölbreytileikanum.

    Mynd: skjáskot úr myndbandi

    Assassin's Creed Assassin's Creed: Shadows FightinCowboy Ubisoft
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Nintendo Switch 2 slær sölumet – Á innan við viku voru yfir 3,5 milljón vélar komnar í hendur neytenda

    13.06.2025

    Stellar Blade slær í gegn á Steam – næstvinsælasti PlayStation-leikurinn

    13.06.2025

    MindsEye fær harkalega gagnrýni – Leikmenn fastir í hjartahnoði

    13.06.2025

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.