[show-logos orderby='none' category='styrktaradilar' activeurl='new' style='boxhighlight' interface='grid' tooltip='false' description='false' limit='3' filter='false' ]
Heim / Tölvuleikir / Ofurkrúttlegur… en afskaplega leiðigjarn
Auglýsa á esports.is?

Ofurkrúttlegur… en afskaplega leiðigjarn

Hello Kitty Island Adventure

Í nýjasta leiknum „Hello Kitty Island Adventure“ sem sækir innblástur frá hinum sívinsæla heimi Hello Kitty og vina hennar, fær spilarinn tækifæri til að búa til sinn eigin karakter og taka þátt í krúttlegu ævintýri á svokallaðri Vináttueyju (Friendship Island).

Í leikjarýni Nörd Norðursins sem að Erla Erludóttir skrifar kemur fram að upphafsatriðið lofar góðu: leikmaðurinn stekkur úr flugvél og lendir í þessu litríka heimi þar sem markmiðið er að finna hina týndu vini sína og byggja upp tengsl við þá í gegnum verkefni og samskipti.

Eftir mjúka lendingu í Strandabænum (Seaside Resort), fyrsta svæði leiksins, byrjar leit að vinunum. Eyjunni er skipt í nokkur svæði sem opnast smám saman eftir því sem spilarinn leysir verkefni og kynnist nýjum karakterum. Þeir sem eru kunnugir „life sim“-leikjum kunna að þekkja þessa uppbyggingu.

Því miður verður leikurinn fljótlega einhæfur og leiðigjarn segir í leikjarýni Nörd Norðursins, en þrátt fyrir að leikurinn skarti sætum og aðlaðandi stíl, þá vantar bæði spennu og fjölbreytni til að halda athygli til lengri tíma.

Vináttueyjan á eflaust eftir að gleðja yngstu spilara og harðasta Hello Kitty-aðdáendur, en fyrir þá sem leita að innihaldsríkri spilun eða raunverulegri áskorun, gæti þessi ofurkrúttlegi leikur reynst þreytandi í löngum skammti,

„Þetta verður frekar leiðigjarnt og suma daga er ekkert að gera í leiknum nema týna upp hluti og múta karakterunum með gjöfum.“

Segir í leikjarýni á Nörd Norðursins sem hægt að lesa með því að smella hér.

Gameplay

Mynd: hellokittyislandadventure.com

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

Leikjavarpið rís úr dvala

Leikjavarpið rís úr dvala

Leikjavarpið hjá Nörd Norðursins snýr ...