Naughty Dog hefur tilkynnt að endurútgáfa af The Last of Us Part II verði fáanleg fyrir PC notendur í gegnum Steam og Epic Games netverslun frá og með 3. apríl 2025.
Þessi endurbætta útgáfa, sem upphaflega kom út fyrir PlayStation 5 fyrr á síðasta ári, inniheldur ýmsar nýjungar og betrumbætur. Meðal þeirra er nýr roguelike spilun, No Return, þar sem leikmenn takast á við ýmsar áskoranir og óvini. Einnig eru svokölluð Lost Levels, sem eru þrep sem ekki komust í upprunalega leikinn, eftir athugasemdir frá leikjasamfélaginu. Auk þess er Guitar Free Play, sem leyfir leikmönnum að spila á gítarinn í leiknum að vild, að því er fram kemur í tilkynningu frá PlayStation.
Til að spila leikinn á PC þarf að tengja PlayStation Network (PSN) reikning, sem hefur vakið nokkra gagnrýni þar sem sumir leikmenn hafa áhyggjur af aðgengi í löndum þar sem PSN er ekki í boði.
Eins og áður segir þá verður leikurinn The Last of Us II fáanlegur á PC frá 3. apríl 2025.
Mynd: skjáskot úr myndbandi