Aðdáendur PlayerUnknown’s Battlegrounds (PUBG) ættu að taka daginn frá því nú er opið fyrir skráningu í næsta mót sem fer fram 6. apríl.
Um er að ræða keppni þar sem 18 lið fá tækifæri til að etja kappi og gildir þar reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær.“
Í þetta sinn verður einstök nýjung kynnt til leiks en hið víðfræga kort Rondo verður spilað í fyrsta skipti í íslensku PUBG móti.
Þetta er mikilvæg breyting fyrir keppendur og áhugafólk um leikinn, enda hefur kortið vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi fyrir fjölbreytt landslag og nýja taktíska möguleika.
Kortaskipting mótsins verður eftirfarandi:
- Erangel
- Erangel
- Taego
- Rondo
- Miramar
- Miramar
Skráning er opin nú þegar og mælt er með að lið tryggi sér sæti sem fyrst þar sem aðeins 18 sæti eru í boði. Þeir sem vilja taka þátt í spennandi keppni og prófa nýjungarnar í Rondo kortinu ættu ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara.
Minnum á scrim æfingamótið 23. mars – Frí þátttaka
Áður en mótið sjálft hefst gefst spilurum tækifæri til að skerpa á leikforminu í Scrim æfingamótinu, sem fer fram 23. mars. Frítt er að taka þátt. Einstaklingar sem eru án liðs eru sérstaklega hvattir til að skrá sig á Mix-listann, sem gerir þeim kleift að finna liðsfélaga fyrir æfingamótið.
Fylgist með í facebook grúppu Íslenska PUBG samfélagsins.
Mynd: pubg.com