Heim / Lan-, online mót / Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í ÞRIÐJA sinn
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í ÞRIÐJA sinn

PlayerUnknown’s Battlegrounds PUBG)

Mynd: AI

Fjórða mótið í Íslensku PubG deildinni fór fram í kvöld sunnudaginn 3. nóvember og hófst mótið stundvíslega kl 20:00 og stóð yfir til miðnættis.

Virkilega vel heppnað mót og voru 17 lið skráð til leiks. Spiluð voru 6 kort og uppröðunin var eftirfarandi: Erangel, Erangel, Taego, Taego, Miramar, Miramar sem er öfug röð frá síðasta móti.

Úrslit urðu þessi:

1. sæti – Pungarnir

2. sæti – 354 eSports

3. sæti – Úlfur

Heildarstigin

Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í ÞRIÐJA sinn

Leikmenn

Pungarnir sigruðu í PUPG-mótinu í ÞRIÐJA sinn

Bein útsending var á mótinu á twitch rásinni 354 esports snapster og steypa sáu um að lýsa mótinu.

Breyting var á mótinu en hvert lið greiddu 5.000 í þátttökugjald. Eftir að mótsjórnendur höfðu greitt allan kostnað, var afgangurinn notaður í verðlaunafé sem skiptist þannig:

1. sæti 20.000
2. sæti 10.000
3. sæti 5.000

Áætlað er að sigurliðið fái frítt inn í næsta mót sem er að þessu sinni pungarnir.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]
x

Check Also

PlayerUnknown’s Battlegrounds - PUBG - Logo

Skráning hafin fyrir næsta PUBG mót – Búið er að fínstilla alla servera

Næsta online mót í leiknum ...