Close Menu
    Nýjar fréttir

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025
    1 2 3 … 245 Next
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    esports.is
    • Forsíða
    • Tölvur og leikir
      • Nintendo
      • PC leikir
      • Playstation
      • Rafíþróttir
      • Xbox
    • Leikjarýni
      1. Leikjarýni
      Featured

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      Chef-Jack13.05.2025
      Recent

      Leikjarýni: Kláruðust skotin? Þá byrjar alvöruspennan í Make It Count

      13.05.2025

      Leikjarýni: Bullet Yeeters – Jetpack, byssur og sprengingar í stofunni – Nýr fjölspilunarleikur breytir heimilinu í vígvöll – og það með stæl – VARÚÐ

      09.05.2025

      Leikjarýni: Þú færð kannski ekki vinning – Ekki örvænta – Taylor Swift er samt með þér

      04.05.2025
    • Auglýsa?
    • Um okkur
      • Hafðu samband
      • Auglýsa?
      • Um vefinn
      • Íslenskar Fb grúppur
    esports.is
    Forsíða»Rafíþróttir - Lan-, online mót»Spennandi lokasprettur í PUBG: OMNI fagnar sigri á síðasta móti vorannar
    Deildarkeppni Gametíví
    Rafíþróttir - Lan-, online mót

    Spennandi lokasprettur í PUBG: OMNI fagnar sigri á síðasta móti vorannar

    Chef-Jack03.06.2025Uppfært09.06.20252 mín lestur
    Deila
    Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link

    Deildarkeppni Gametíví

    PUBG-mótið sem fram fór sunnudaginn 1. júní var ótrúlega spennandi frá fyrstu byssukúlu til síðastu grenu. Mótið, sem markaði síðasta formlega viðburðinn í íslenska PUBG-samfélaginu fyrir sumarið, vakti mikla athygli og tóku 15 lið þátt af þeim 18 sem voru á upphaflegri skráningu.

    Margir höfðu orð á því að það væri miður að mótið væri komið inn á sumarið, þegar keppendur voru farnir að leggja áherslu á sumarfrí og önnur verkefni en að taka þátt í tölvuleikjakeppnum, sem varð til þess að ekki náðist að fylla mótið af liðum.

    OMNI sigraði með nýju blóði

    Það var lið OMNI sem stóð uppi sem sigurvegari, eftir magnaðan leik þar sem nýliði þeirra, Demantur, lék lykilhlutverk. Demantur er talinn einn af allra bestu PUBG-spilurum landsins um þessar mundir og sýndi það svo sannarlega á mótinu.

    Næst á eftir OMNI kom NLG – RED í öðru sæti, en NLG – BLUE tryggði sér þriðja sætið. Baráttan um efstu sætin var hörð og spennan hélt sér allt til loka.

    Heildarstigin

    Spennandi lokasprettur í PUBG: OMNI fagnar sigri á síðasta móti vorannar

    Sumarfrí og spennandi verkefni í haust

    Með þessu móti eru keppnir íslenska PUBG-samfélagsins komnar í sumarfrí. En þegar haustar verður líf og fjör á ný. Fyrsta upphitunarmótið eftir sumarfríið verður haldið þann 17. ágúst kl. 20:00. Um er að ræða æfingarkeppni sem er öllum opin og gjaldfrjáls – tilvalið til að skerpa á leikforminu fyrir veturinn.

    Deildarkeppni Gametíví

    Deildarkeppni Gametíví – Bein útsending

    Í lok ágúst hefst svo deildarkeppni Gametíví sem fer fram á þriggja vikna fresti. Mótin verða í beinni útsendingu á Twitch-rás Gametíví. Keppniskvöldin hefjast öll kl. 20:00 og sex leikir verða spilaðir í hvert sinn.

    Sunnudagur 31. ágúst

    Sunnudagur 21. september

    Sunnudagur 12. október

    Sunnudagur 2. nóvember

    Lokaviðureign deildarinnar fer fram þann 2. nóvember og verður deildarmeistari þá krýndur. Sextán efstu liðin tryggja sér um leið sæti á sjálfu Íslandsmótinu sem fram fer í desember.

    Íslandsmótið í desember

    Íslandsmótið sjálft fer fram á tveimur kvöldum í desember. Þá verða leiknir sex leikir hvort kvöld og allar viðureignir verða sýndar í beinni útsendingu á Twitch-rás Gametíví.

    Laugardagur 6. desember

    Sunnudagur 7. desember

    Enn er unnið að útfærslu mótanna og verða frekari upplýsingar um skráningu og skipulag kynntar þegar nær dregur.

    Áhuginn er mikill og allt stefnir í frábært PUBG-tímabil í vetur þegar nýir og gamlir keppendur etja kappi á skjánum.

    GameTíví NLG - Blue NLG - RED OMNI PC leikur PUBG - PlayerUnknown's Battlegrounds Rafíþróttir
    Deila Facebook Twitter LinkedIn Bluesky Reddit Copy Link
    Chef-Jack

    Chef-Jack er menntaður matreiðslumaður sem hefur frá árinu 2008 haldið úti vefnum esports.is, þar sem hann birtir greinar og fréttir tengdar rafíþróttum og leikjamenningu, bæði á Íslandi og erlendis. Vefurinn hefur frá upphafi verið mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og umræðu um þróun rafíþrótta og tölvuleikjamenningar. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

    Tengdar færslur

    Epic Games gefur svikurum engan afslátt – höfðar mál gegn forriturum

    13.06.2025

    Esports World Cup 2025: Stærsta rafíþróttamót sögunnar haldið í Sádi-Arabíu

    12.06.2025

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Úr öskunni rís Element X – nýtt stórlið úr leifum EXO Clan og Element 6

    10.06.2025
    Við mælum með

    Nýtt ævintýri frá CCP: EVE Frontier er mættur

    11.06.2025

    Myrkur Games sameinar íslenskt hugvit og hágæða tækni í stórleiknum Echoes of the End – kemur út í sumar

    08.06.2025

    Hver er TGLTN – óstöðvandi PUBG-snillingur frá Ástralíu? – þetta myndband segir meira en þúsund orð

    07.06.2025

    Fréttir alla daga, alla mánuði – 17 ára saga – eSports.is þjónustar íslenska leikjamenningu

    25.05.2025
    1 2 Next
    esports.is
    Facebook X (Twitter) YouTube Bluesky Discord Steam
    • Forsíða
    • Auglýsa
    • Tölvuleikir
    • Um vefinn

    Sláðu inn leitarorð hér að ofan og smelltu á Enter til að leita. Smelltu á Esc til að hætta við.