Heim / HRingurinn / Spurt og svarað | HR-ingurinn
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

Spurt og svarað | HR-ingurinn

Ýmsar spurningar hafa vaknað í kringum lanmótið HR-ingurinn sem haldið verður 10. til 12. ágúst 2012 í Háskólanum í Reykjavík.  Þessar spurningar ásamt svörum er hægt að lesa hér að neðan:

Spurning: Hvað kostar?

Svar:  Að koma með tölvuna sína á lanið kostar 3800kr.  Ef lið ætlar að taka þátt í League of Legends mótinu þarf hvert lið að borga 5000kr (1000kr á mann ef 5 eru í liði) og fer sá peningur óskiptur í aukalegt verlaunafé LoL mótsins.

 

Spurning: Þarf maður að vera í HR til þess að taka þátt?

Svar:  Alls ekki, LAN-ið er opið öllum en er kallað HRingurinn því mótið er haldið af HR-ingum í byggingu Háskólans í Reykjavík.

 

Spurning: Er hægt að koma og horfa á?

Svar:  Já, mótið er opið öllum og verður leikjum og stream-um líklegast varpað á risatjald í stórri og flottri skólastofu þar sem hægt er að fylgjast með leikjunum.

 

Spurning: Hvert er aldurstakmarkið?

Svar: Ekkert aldurstakmark, en fólk undir 18 ára þarf leyfisbréf frá forráðamönnum.  Þess má geta að Þeir sem eru undir 18 ára og ætla að vera eftir miðnætti (00:00) geta einungis yfirgefið bygginguna ef forráðamaður kemur og sækir viðkomandi.

 

Spurning: Má keppa í fleiri en einu móti? (t.d. keppa bæði í LoL og CS)

Svar: Nei, vegna takmarkaðs tíma verður ekki hægt að komast frá því að dagskrá keppna muni rekast á og því ekki hægt að spila á tveimur mótum á sama tíma.

 

Spurning: Má koma og spila það sem maður vill án þess að taka þátt í keppnum mótsins?

Svar: Endilega! Það er ekki nauðsynlegt að keppa í mótum á vegum HRingsins, hægt er að mæta með tölvuna sína og spila það sem þú vilt og fylgjast með.

 

Spurning:  Klukkan hvað byrja keppnirnar?

Svar: Húsið mun opna um 16:00 á föstudeginum og munum við reyna að byrja á fyrstu leikjum keppnanna um kvöldið (kringum 20-21:00 leitið) keppnirnar munu ekki vera langt frameftir á föstudeginum heldur aðeins um einn leikur spilaður til þess að koma þessu í gang.  Á laugardeginum og sunnudeginum munu fyrstu leikir keppninnar byrja um hádegi (12:00 til 13:00).

 

Spurning: Hvenær lýkur skráningu?

Svar:  Skráning mun loka 6. ágúst.

 

Spurning: Verða einhverjir serverar uppi í boði Tvíundar og hvaða serverar?

Svar:  Meiningin er að halda uppi serverum í fjölmörgum leikjum eins og Minecraft, DayZ, Team Fortress 2 og í raun öllum þeim leikjum sem fólki dettur í hug og langar að fá upp, á meðan hægt er að seta þá upp.

 

Spurning: Þarf að vera á staðnum til þess að taka þátt?

Svar:  Já, fyrirkomulagið er eins og á öðrum LAN mótum, þáttakendur verða að mæta  á staðinn til þess að geta tekið þátt.

 

Spurning: Verður einhver búð nálægt þarna?

Svar: Tvíund verður með sjoppu á staðnum þar sem hægt verður að versla pizzur, og gos ásamt snakki, nammi og fleiru á sanngjörnu verði.  Í versta falli ef að fólk hefur fengið leið á pizzunum er subway/serrano á N1 uþb 10-15 mín labb í burtu.

 

Spurning: Verða tölvur á staðnum eða á að koma með sitt eigið dót?

Svar: Þáttakendur verða að mæta með sínar eigin tölvur (eða með einhverju móti redda sér tölvu fyrir mótið), engar tölvur til afnota verða á staðnum.

 

Spurning: Ég næ ekki að skrá mig inn!!111 (www.hringurinn.net er biluð!)

Svar:  Ef þú átt í vandræðum með síðuna, endilega sendu okkur skilaboð á facebook síðunni og við förum beint í málið!

 

Spurning:  Verður einhverju streamað af mótunum?

Svar: League of Legends og Starcraft 2 verður streamað, við eigum ekki von á að counter strike verður streamað að þessu sinni.  Aldrei að vita nema hægt sé að sannfæra okkur um annað.

 

 

League of legends:

Spurning:  Hvort verður spilað á EUW eða EUNE

Svar: Spilað verður á EUNE.  Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þegar skiptingin átti sér það (europe skiptist í West og Nordic East) þá voru allir Íslendingar sem voru á evrópu servernum færðir yfir á Nordic East serverinn og eru Íslendingar “by default” settir á nordic east (sjá blog post: http://euw.leagueoflegends.com/eu-platform-split-faq og kort frá riot: http://riot-web-static.s3.amazonaws.com/images/eu2/eu2-map.jpg).  Af þessum ástæðum eru flestir Íslendingar á Nordic East og verður því mótið haldið þar.   Aldrei að vita nema að einhverjir Vestur-Íslendingar haldi mót á EUW einn daginn 🙂

 

Spurning: Af hverju verður þetta ekki bara á public beta serverunum?

Svar:  Public beta serverarnir eru hostaðir í bandaríkjunum og því ekki ásættanlegt ping til þess að keppa við.  Sömuleiðis er þar annar tilrauna patch sem er ekki sá sem er live og því gæti margt verið öðruvísi á honum en fólk hefur verið að undirbúa og æfa sig fyrir.  Svo er of mikið vesen að redda öllum public beta aðgang.

 

Spurning: Verður nauðsynlegt að spila á sínum eigin account?

Svar: Leyfilegt er að vera á öðrum account, en aðeins þeir sem eru skráðir í liðið mega keppa fyrir hönd liðsins.

 

Spurning: Er nauðsynlegt að vera lvl 30?

Svar: Í raun er leyfilegt að vera undir lvl 30, þó það gerir það að verkum að andstæðingurinn hefur smá forgjöf þar sem accountinn hefur ekki allann aðgang að fullri rune page og mastery page.

 

Spurning: Má vera í fleiri en einu liði?

Svar: Nei 🙂

 

Ath. Við komum til með að bæta við fleiri spurningum og svör hér um leið og þær bærast.

Heimasíður lanmótsins:

Facebook: www.facebook.com/HrIngurinn

Heimasíða: www.hringurinn.net

eSports.is verður með gott reporte fram að og á sjálfu lanmótinu.

 

Fylgstu með eSports.is á facebook hér.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

x

Check Also

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti

Lanmótið HRingurinn á næsta leiti ...