Heim / Lan-, online mót / StarCraft 2: Íslandsmót í Team Monobattles
Hverju viltu fylgjast með?  Þitt er valið

StarCraft 2: Íslandsmót í Team Monobattles

Laugardaginn 24. mars kl 18:00 næstkomandi ætlar spilarinn 1upSennap að halda Íslandsmót í Team Monobattles í leiknum StarCraft 2.

Fyrir þá sem ekki þekkja er Monobattle 4v4 liðaleikur þar sem allir leikmenn geta aðeins búið til vinnukarla (e. workers), staðbundnar varnir (e. static defences, t.d. Spore Crawler, Photon Cannon, Missile Turret) og eitt annað unit sem valið er af handahófi. Liðið þarf síðan að nýta styrkleika hvers leikmanns og vinna saman til að sigra leikinn!

Reglurnar fyrir þetta mót eru eftirfarandi:

– Allir leikmenn fá handahófskennt race og unit

– Leikmenn fá 1 veto í hverjum leik, það þýðir að ef þeim langar ekki að nota unitið sem þeir fá úthlutað geta þeir fengið annað unit í staðinn.

– Bæði lið geta séð hvaða unit leikmennirnir í hinu liðinu fengu.

– Ekki verður hægt að fá unitin: Observer, Warp Prism, Mothership, Medivac, Overseer eða Corruptor.

– Ef leikmaður fær unit sem morph-að úr öðru uniti (t.d. baneling, archon) hefur upprunalega unitið engin attacks eða abilities (t.d. Zergling getur ekki attackað, High Templar getur ekki Feedbackað)

– Leyfilegt er að búa til detector-units (Observer, Overseer, Raven) og transport units (Medivac, Warpprism) en öll abilities hafa verið tekin af (t.d. Medivac healar ekki).

– Terran bygging springur ef hún uppfyllir eftirfarandi skilyrði í þrjár samfleyttar mínútur: 1. Er fljúgandi 2. Er staðsett yfir punkt þar sem ground unit geta ekki komist 3. Ef leikmaðurinn, sem á bygginguna, á engar aðra byggingu sem er staðsett á jörðinni. Leikmenn eru hvattir að fara úr töpuðum leik sem fyrst til að mótið gangi hraðara fyrir sig.

– Ótakmarkaður fjöldi spilara geta skráð sig í lið, en 4 spila í einu.

– Hver leikmaður má aðeins skrá sig með einu liði

– Map pool: Extinction, Sand Canyon, Outpost og Megaton

Skráið ykkur með því að senda tölvupóst á [email protected] eða senda honum skilaboð í gegnum Facebook síðu Íslenska StarCraft 2 samfélagsins með in-game nöfn fyrir alla í liðinu ofl.

Leikjunum verður streamað á www.twitch.tv/sennap

Þetta og fleira er hægt að lesa á facebook síðu Íslenska StarCraft 2 samfélagsins.

Um Chef-Jack

Chef-Jack er matreiðslumaður að mennt og hefur verið með pennann á lofti til fjölda ára og skrifað mikið um tölvuleiki og allt sem snýr að Íslensku tölvuleikjasamfélaginu. Hægt er að hafa samband við Chef-Jack á netfangið: [email protected]

Svara

Netfang verður ekki birt

x

Check Also

Tölvuleikur - Fortnite

Hörð barátta á toppnum

Einvígi Denasar Kazulis og Kristófers ...